Innlent

Tómatar í fimmtán hektara gróðurhúsi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stefnt er að mikilli gróðurhúsabyggð til tómatrækunar í Grindavík.
Stefnt er að mikilli gróðurhúsabyggð til tómatrækunar í Grindavík. Fréttablaðið/Hari
Bæjarstjóri Grindavíkur gerði á þriðjudag bæjarráðinu grein fyrir stöðu viðræðna við hollenskan aðila sem hefur áhuga á að reisa fimmtán hektara gróðurhús til tómataframleiðslu.

Vinna við tillögu að deiliskipulagier að hefjast og er fyrirhugað að halda kynningarfund fyrir íbúa 16. október.

„Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu að viljayfirlýsingu við félagið um framgang verkefnisins,“ samþykkti bæjaráðið um framhald verkefnisins.

Þess má geta að fimmtán hektarar eru 150 þúsund fermetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×