Milljarðar fyrir hausa, roð og bein Svavar Hávarðsson skrifar 4. október 2013 08:00 Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni var um 22 milljarðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undanfarin misseri er gert ráð fyrir að velta í fullvinnslu og líftækni nálgist óðfluga verðmætasköpun í hefðbundnum sjávarútvegi dagsins í dag á næstu 15 til 20 árum, segir í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans (ÍS). Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri sjávarklasans, segir fullvinnslu aukaafurða í reynd vaxtarbrodd íslensks sjávarútvegs í dag. Á Íslandi séu þegar yfir þrjátíu fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. „Það kemur þægilega á óvart hvað mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru annaðhvort farin af stað eða eru í þessum hugleiðingum,“ segir Þór og bætir við að samstarf milli fyrirtækja í útgerð og hefðbundinni vinnslu sjávarafurða, og fyrirtækja í líftækni og fullvinnslu, gæti stutt við þróun nýrra og afar verðmætra aukaafurða. Slíkt samstarf stuðli að bættri nýtingu hráefna sem sé keppikefli allra í greininni. „Þegar allt er talið gerum við ráð fyrir að fjórðungur alls afla íslenskra skipa fari forgörðum. Hægt er að þúsundfalda verðmæti hráefnisins, sem er og var hent, með lyfja- eða snyrtivöruframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þór. Á annan tug líftæknifyrirtækja er nú í sjávarklasanum á Íslandi. Greining ÍS sýndi að velta þessara fyrirtækja nam rúmlega þremur milljörðum árið 2012 og jókst um 4% frá árinu 2011. Fyrirtæki sem þurrka hausa og bein, sjóða niður lifur auk þess að nýta hrogn, roð og önnur hráefni, veltu um 19 milljörðum á árinu 2012. Vöxtur þessara fyrirtækja var 19% á milli ára. Þór segir það vissulega kostnaðarsamt, og oft tímafrekt, að þróa nýjar vörur. Hann hafnar því að það sé í ranni hins opinbera að leiða þessa þróun áfram. „Þetta verða fyrirtækin sjálf að gera. Þau verða að sjá ábata í því, og þetta á að vera hluti af góðum viðskiptaháttum að sjá tækifærin í þessu,“ segir Þór. Lyf og lækningavörur úr ódýrasta hráefninuGríðarleg tækifæri eru í bættri nýtingu hráefna og vinnslu aukaafurða sjávarfangs. Með aukaafurðum er átt við hausa, bein, slóg, roð, klær, skel og annað hráefni sem fellur til við hefðbundna framleiðslu og verkun sjávarfangs. Úr umræddu hráefni er hægt að framleiða verðmætar vörur, t.d. lyf og lækningavörur, snyrtivörur, bragðefni, fæðubótarefni, dýrafóður og áburð. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni var um 22 milljarðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undanfarin misseri er gert ráð fyrir að velta í fullvinnslu og líftækni nálgist óðfluga verðmætasköpun í hefðbundnum sjávarútvegi dagsins í dag á næstu 15 til 20 árum, segir í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans (ÍS). Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri sjávarklasans, segir fullvinnslu aukaafurða í reynd vaxtarbrodd íslensks sjávarútvegs í dag. Á Íslandi séu þegar yfir þrjátíu fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. „Það kemur þægilega á óvart hvað mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru annaðhvort farin af stað eða eru í þessum hugleiðingum,“ segir Þór og bætir við að samstarf milli fyrirtækja í útgerð og hefðbundinni vinnslu sjávarafurða, og fyrirtækja í líftækni og fullvinnslu, gæti stutt við þróun nýrra og afar verðmætra aukaafurða. Slíkt samstarf stuðli að bættri nýtingu hráefna sem sé keppikefli allra í greininni. „Þegar allt er talið gerum við ráð fyrir að fjórðungur alls afla íslenskra skipa fari forgörðum. Hægt er að þúsundfalda verðmæti hráefnisins, sem er og var hent, með lyfja- eða snyrtivöruframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þór. Á annan tug líftæknifyrirtækja er nú í sjávarklasanum á Íslandi. Greining ÍS sýndi að velta þessara fyrirtækja nam rúmlega þremur milljörðum árið 2012 og jókst um 4% frá árinu 2011. Fyrirtæki sem þurrka hausa og bein, sjóða niður lifur auk þess að nýta hrogn, roð og önnur hráefni, veltu um 19 milljörðum á árinu 2012. Vöxtur þessara fyrirtækja var 19% á milli ára. Þór segir það vissulega kostnaðarsamt, og oft tímafrekt, að þróa nýjar vörur. Hann hafnar því að það sé í ranni hins opinbera að leiða þessa þróun áfram. „Þetta verða fyrirtækin sjálf að gera. Þau verða að sjá ábata í því, og þetta á að vera hluti af góðum viðskiptaháttum að sjá tækifærin í þessu,“ segir Þór. Lyf og lækningavörur úr ódýrasta hráefninuGríðarleg tækifæri eru í bættri nýtingu hráefna og vinnslu aukaafurða sjávarfangs. Með aukaafurðum er átt við hausa, bein, slóg, roð, klær, skel og annað hráefni sem fellur til við hefðbundna framleiðslu og verkun sjávarfangs. Úr umræddu hráefni er hægt að framleiða verðmætar vörur, t.d. lyf og lækningavörur, snyrtivörur, bragðefni, fæðubótarefni, dýrafóður og áburð.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira