Innlent

Slagsmál um borð í flugvél

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan var kölluð til vegna slagsmála í flugvél á Keflavíkurflugvelli.
Lögreglan var kölluð til vegna slagsmála í flugvél á Keflavíkurflugvelli. mynd/365
Kona á fimmtugsaldri lét illa um borð í flugvél frá flugfélaginu Lufthansa í neyðarlendingu á Keflavíkurflugvelli. Hún slóst meðal annars við förunaut sinn, karlmann um fimmtugt.

Flugstjórinn tók þá ákvörðun að vísa þeim báðum úr vélinni og tóku öryggisverðir við þeim og fóru með þau í töskusal.

Ástæða neyðarlendingunnar var sú aðeinn farþeginn um borð varð veikur. Sjúkrabifreið sótti manninn sem var með einhverja kviðverki en ekki er vitað nánar um veikindi mannsins.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna slagsmálanna. Að sögn lögreglunnar var flugvélin á leið frá Frankfurt til Denver. Farþegarnir sem sinnaðist eru ítalskir ríkisborgarar og þau fengu ekki að fara aftur um borð í vélina.

Það kom ekki til handtöku og lögreglan hefur ekki upplýsingar um hvað varð af fólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×