Innlent

Tvö ár í fangelsi fyrir nauðgun

Maðurinn nauðgaði konu á hótelherbergi.
Maðurinn nauðgaði konu á hótelherbergi.
Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær um að sakfella karlmann á þrítugsaldri fyrir nauðgun. Glæpurinn átti sér stað á hóteli í nóvember á síðasta ári en maðurinn hafði verið að skemmta sér um nóttina ásamt konunni sem kærði.



Konan vaknaði við það að maðurinn var að hafa við hana mök á hótelherberginu. Hann var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi og þarf að auki að greiða konunni milljón króna í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×