Innlent

Nota eignir kröfuhafa til að lækka skuldir ríkissjóðs

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Hann sagði að brýnasta viðfangsefni ríkisfjármálanna væri að vinna bug á hallarekstri og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs.

Heildarskuldir ríkissjóðs nema nú um 1.500 milljörðum króna en gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili 500 milljóna króna afgangi á næsta ári.

Afskriftir á krónueign kröfuhafa gömlu bankanna gætu skapað svigrúm upp á mörg hundruð milljarða. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir þeim vilja að nota þessa fjármuni til að greiða niður skuldir heimilanna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa bent á að einnig sé hægt að nota þessa fjármuni til að lækka skuldir ríkisins.

„Við stöndum ekki frammi fyrir vali að gera bara annað hvort. Það væri mjög skynsamleg ráðstöfun á þessu svigrúmi, ef það skapast, að nota það til að lækka skuldir ríkisins. Mjög skynsamleg ráðstöfun. Hins vegar höfum við líka sagt að það væri skynsamlegt að nota svigrúmið að einhverju leyti til þess að taka á skuldavanda heimilanna. Það er hægt að gera þetta með ýmsum hætti og það er einmitt það starf sem er í gangi núna í þessum nefndum sem komið var á á sumarþinginu,“ segir Bjarni.

Bjarni Benediktsson er gestur í þættinum Pólitíkin á Vísir.is.

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×