Innlent

Kvennadeild fæ nýjar dúkkur til að æfa viðbrögð í fæðingum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans, afhenti á dögunum fæðingadeildinni æfingadúkkur til að nota við æfingar sem þjálfaviðbrögð í bráðatilvikum við fæðingar.
Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans, afhenti á dögunum fæðingadeildinni æfingadúkkur til að nota við æfingar sem þjálfaviðbrögð í bráðatilvikum við fæðingar.
Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans, afhenti á dögunum fæðingadeildinni æfingadúkkur til að nota við æfingar sem þjálfaviðbrögð í bráðatilvikum við fæðingar. Andvirði gjafarinnar er um 1,2 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fæðingadild Landspítalands.

Á Kvennadeild eru haldin námskeið fyrir ljósmæður og lækna til að þjálfa viðbrögð við bráðatilvikum sem reglulega koma upp við fæðingar. Markmið þjálfunarinnar er að tryggja skjót og markviss viðbrögð en einnig að þjálfa samskipti fagfólks þannig að skilaboðin séu skýr.

Dúkkurnar eiga að líkja eftir raunverulegu fólki. Dúkkan er 3,5 kíló að þyngd og mamman er einnig raunverulegri en eldri dúkkur sem fæðingardeildin á. Þetta gerir aðstæður líkari raunveruleikanum og hjálpar við að bæta þjálfunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×