Innlent

Skurðstofan í Eyjum mönnuð þar til í nóvember

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrogðisráðherra hefur skipað samstarfshóp til að fjalla um heilbrigðisþjónustu í bænum.
Kristján Þór Júlíusson heilbrogðisráðherra hefur skipað samstarfshóp til að fjalla um heilbrigðisþjónustu í bænum.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur falið forstjóra sjúkrahússins í Vestmannaeyjum að tryggja mönnun skurðstofu þar til samstarfshópur sem hann hefur skipað hefur skilar tillögum sínum.

Ráðherra hefur í samstarfi við bæjarstjórn Vestmannaeyja skipað samstarfshóp sem á að fjalla um heilbrigðisþjónustu í bænum.

Samstarfshópurinn á einnig að gera tillögur um fyrirkomulag þjónustunnar með hafkvæmni og öfluga grunnþjónustu í þágu bæjarbúa að leiðarljósi. Hópnum er ætlað að skila tillögum 15. nóvember næstkomandi.

Tillögurnar skulu ná til allra starfsþátta sjúkrahússins og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða. Hópurinn skal leggja til leiðir til að samhæfa betur einstaka þjónustuþætti, svo sem heilsugæslu, legudeild, heimaþjónustu og hjúkrunarheimili.

Í hópnum sitja fyrir hönd ráðuneytisins  Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson sem leiðir störf hópsins og Steinunn Sigurðardóttir. Fyrir hönd bæjarins Hjörtur Kristjánsson og Trausti Hjaltason. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×