Innlent

Glysgjarnir krummar næla sér í enduskinsmerki

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hrafnarnir í Svínadal eru hrifnir af endurskinsmerkjum.
Hrafnarnir í Svínadal eru hrifnir af endurskinsmerkjum. mynd/365
Hrafnarnir í Svínadal kroppa endurskinsmerkin af vegastikum þar. Þeir setjast á stikurnar og fljúga svo burt með endurskinsmerkin. Þetta kemur fram á vef Búðardals.

Þar kemur fram að á tæpri viku hafi krummarnir náð að kroppa endurskin af 150 vegstikum en í heildina hefur þurft að skipta um endurskin á um það bil 500 vegstikum á þessu ári.

Starfsmenn vegagerðarinnar eru í óðaönn að bæta við endurskinsmerkjum á vegastikurnar. „Þetta er jú atvinnuskapandi fyrir okkur báða, mig og hrafninn" segir Jón Benediktsson starfsmaður Vegagerðarinnar í Búðardal.

Hann tekur þó fram að þetta sé auðvitað tjón og það hlaupi á tugum þúsunda, enda kosti hverst merki á hverja stiku im 150 krónur. Að sögn Jóns hafa starfsmenn Vegagerðarinnar verið að prófa sig áfram með að líma betur niður hornin á endurskininu til þess að koma í veg fyrir að krummi nái að koma gogg sínum undir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×