Innlent

Vilja leggja rafmagn að Þríhnúkagíg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Um 600 lítrar af olíu láku niður við birgðaflutninga að Þríhnúkagíg í maí.
Um 600 lítrar af olíu láku niður við birgðaflutninga að Þríhnúkagíg í maí.
3H Travel vill leggja rafstreng að Þríhnúkagígi í Bláfjöllum til að knýja spil og ljósabúnað ferðaþjónustunnar þar.

Umhverfisslys varð í maí þegar olíutankur slitnaði neðan úr þyrlu sem var að flytja hann til að nota í díselrafstöð við op Þríhnúkagígs.

Að því er kemur fram í leyfisumsókm 3H Travel til heilbrigðiseftirlitsins á að leggja rafstrenginn á yfirborðinu ef nægjanlegur snjór verður til þess svo hægt sé að leggja strenginn út án rasks á landi.

Áfram verður díselsrafstöð á staðnum til vara. Áætlað er að hún þurfi 150 lítra af olíu sem flytja verður upp fjallið.

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frestaði afgreiðslu raftstrengsins á mánudag og óska frekari gagna um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×