Öryrkjabandalagið harðlega gagnrýnt í nýrri úttekt Haraldur Guðmundsson skrifar 4. október 2013 07:00 Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) sætir harðri gagnrýni í úttekt sem nefnd um endurskoðun á skipulagi og uppbyggingu ÖBÍ gerði og Fréttablaðið hefur undir höndum. Bandalagið er þar meðal annars gagnrýnt af helstu samstarfsaðilum þess fyrir stefnuleysi, skort á framtíðarsýn og að vinna án tillits til heildarhagsmuna öryrkja. Á meðal samstarfsaðilanna eru þekktir stjórnendur ríkisstofnana, forsvarsmenn félagasamtaka og fyrrverandi ráðherra. Í samantekt viðtala við þá aðila segir að gagnrýni og kröfur ÖBÍ gangi svo langt að samstarfsaðilarnir telji skilaboð þess „varla svaraverð“. „Samstarfsaðilarnir sem þarna um ræðir er fólk sem við höfum verið að kljást við og við vorum mjög stíf á að það mætti ekki endalaust skerða réttindi öryrkja eða lífeyrisþega,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ. Úttektin inniheldur einnig niðurstöður úr könnun MMR sem ÖBÍ lét gera á viðhorfi almennings til árangurs og áherslna bandalagsins. Þar kemur fram að einungis tuttugu prósent aðspurðra töldu bandalagið hafa náð góðum eða frekar góðum árangri þegar kemur að fjárhagslegum kjörum fatlaðs fólks. „Niðurstöður úttektarinnar eru sláandi og ég er ekki hrifin af þeirri aðferðafræði sem bandalagið hefur notað í baráttu sinni,“ segir Ellen Calmon, varaformaður ÖBÍ. Hún segir augljóst að bandalagið hafi ekki náð æskilegum árangri og af þeim sökum ætli hún í framboð gegn sitjandi formanni á næsta aðalfundi ÖBÍ þann 19. október næstkomandi. Spurð um nánari útskýringu á því hvað henni mislíkar við aðferðafræði ÖBÍ nefnir Ellen meðal annars samskipti bandalagsins við stjórnvöld. „Ég hef fundið fyrir því að þegar stjórnvöld boða Öryrkjabandalagið á fundi hafa forsvarsmenn þess ekki séð sér fært að mæta á fundina.“ Spurður út í þetta tiltekna atriði segir Guðmundur að þarna sé um að ræða eitt tilfelli þar sem bæði hann og framkvæmdastjóri ÖBÍ hafi ekki komist á þann tiltekna fund. „Við höfum alltaf verið tilbúintil að ræða málin en erum ekki tilbúin til að láta vaða yfir okkur hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) sætir harðri gagnrýni í úttekt sem nefnd um endurskoðun á skipulagi og uppbyggingu ÖBÍ gerði og Fréttablaðið hefur undir höndum. Bandalagið er þar meðal annars gagnrýnt af helstu samstarfsaðilum þess fyrir stefnuleysi, skort á framtíðarsýn og að vinna án tillits til heildarhagsmuna öryrkja. Á meðal samstarfsaðilanna eru þekktir stjórnendur ríkisstofnana, forsvarsmenn félagasamtaka og fyrrverandi ráðherra. Í samantekt viðtala við þá aðila segir að gagnrýni og kröfur ÖBÍ gangi svo langt að samstarfsaðilarnir telji skilaboð þess „varla svaraverð“. „Samstarfsaðilarnir sem þarna um ræðir er fólk sem við höfum verið að kljást við og við vorum mjög stíf á að það mætti ekki endalaust skerða réttindi öryrkja eða lífeyrisþega,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ. Úttektin inniheldur einnig niðurstöður úr könnun MMR sem ÖBÍ lét gera á viðhorfi almennings til árangurs og áherslna bandalagsins. Þar kemur fram að einungis tuttugu prósent aðspurðra töldu bandalagið hafa náð góðum eða frekar góðum árangri þegar kemur að fjárhagslegum kjörum fatlaðs fólks. „Niðurstöður úttektarinnar eru sláandi og ég er ekki hrifin af þeirri aðferðafræði sem bandalagið hefur notað í baráttu sinni,“ segir Ellen Calmon, varaformaður ÖBÍ. Hún segir augljóst að bandalagið hafi ekki náð æskilegum árangri og af þeim sökum ætli hún í framboð gegn sitjandi formanni á næsta aðalfundi ÖBÍ þann 19. október næstkomandi. Spurð um nánari útskýringu á því hvað henni mislíkar við aðferðafræði ÖBÍ nefnir Ellen meðal annars samskipti bandalagsins við stjórnvöld. „Ég hef fundið fyrir því að þegar stjórnvöld boða Öryrkjabandalagið á fundi hafa forsvarsmenn þess ekki séð sér fært að mæta á fundina.“ Spurður út í þetta tiltekna atriði segir Guðmundur að þarna sé um að ræða eitt tilfelli þar sem bæði hann og framkvæmdastjóri ÖBÍ hafi ekki komist á þann tiltekna fund. „Við höfum alltaf verið tilbúintil að ræða málin en erum ekki tilbúin til að láta vaða yfir okkur hvenær sem er,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Sjá meira