Ráðgjafahópur aðstoðar við frumvarp um stjórn fiskveiða 4. október 2013 17:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Mynd/Pjetur Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett af stað vinnu við samningu frumvarps um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Til að aðstoða við þá vinnu hefur hann sett á fót ráðgjafahóp, hann skipa: Karl Axelsson lögmaður, Lúðvík Bergvinsson lögmaður, Kristín Haraldsdóttir forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar lagadeildar HR, Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, sem jafnframt mun stýra vinnu hópsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hópnum er falið að vinna, „… með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun…“, eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Sáttanefndin svokallaða skilaði tillögum sínum til þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra haustið 2010. Hún var skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi og helstu hagsmunaaðila. Megin niðurstaða mikils meirihluta nefndarinnar var sú að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum yrði sett í stjórnarskrána og samningar gerðir um nýtingu aflaheimilda. Með því væri því slegið föstu að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu í tiltekinn tíma, gegn gjaldi og um leið sé nýtingartíminn og ákvæði um framlengingu skýr til að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri útgerðarfyrirtækja. Á þessum grunni er markmiðið að ná niðurstöðu sem byggist á þeirri breiðu sátt ólíkra aðila sem náðist í starfi nefndarinnar. Fram komu ýmis sér sjónarmið um einstök atriði við útfærslu samningaleiðarinnar og verður leitast við að gæta þeirra eftir því sem kostur er. Sá hópur sem hér er greint frá mun fjalla um samningahlutann; það er um réttinn til nýtingu aflaheimilda. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að ná sátt um rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi; okkar mikilvægustu atvinnugrein. Tryggja þarf festu í rekstrarumhverfi fyrirtækja og möguleika til að stuðla að jákvæðum vexti þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem með beinum og óbeinum hætti eiga þar mikið undir. Samhliða þessu er unnið að útfærslu á gjaldtöku, með veiðigjöldum, fyrir nýtingu af auðlindinni. Samráð verður haft við hagsmunaaðila eftir því sem vinnunni vindur fram og Alþingi á vettvangi atvinnuveganefndar. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett af stað vinnu við samningu frumvarps um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Til að aðstoða við þá vinnu hefur hann sett á fót ráðgjafahóp, hann skipa: Karl Axelsson lögmaður, Lúðvík Bergvinsson lögmaður, Kristín Haraldsdóttir forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar lagadeildar HR, Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, sem jafnframt mun stýra vinnu hópsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hópnum er falið að vinna, „… með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun…“, eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Sáttanefndin svokallaða skilaði tillögum sínum til þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra haustið 2010. Hún var skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi og helstu hagsmunaaðila. Megin niðurstaða mikils meirihluta nefndarinnar var sú að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum yrði sett í stjórnarskrána og samningar gerðir um nýtingu aflaheimilda. Með því væri því slegið föstu að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu í tiltekinn tíma, gegn gjaldi og um leið sé nýtingartíminn og ákvæði um framlengingu skýr til að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri útgerðarfyrirtækja. Á þessum grunni er markmiðið að ná niðurstöðu sem byggist á þeirri breiðu sátt ólíkra aðila sem náðist í starfi nefndarinnar. Fram komu ýmis sér sjónarmið um einstök atriði við útfærslu samningaleiðarinnar og verður leitast við að gæta þeirra eftir því sem kostur er. Sá hópur sem hér er greint frá mun fjalla um samningahlutann; það er um réttinn til nýtingu aflaheimilda. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að ná sátt um rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi; okkar mikilvægustu atvinnugrein. Tryggja þarf festu í rekstrarumhverfi fyrirtækja og möguleika til að stuðla að jákvæðum vexti þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem með beinum og óbeinum hætti eiga þar mikið undir. Samhliða þessu er unnið að útfærslu á gjaldtöku, með veiðigjöldum, fyrir nýtingu af auðlindinni. Samráð verður haft við hagsmunaaðila eftir því sem vinnunni vindur fram og Alþingi á vettvangi atvinnuveganefndar.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira