Fleiri fréttir

Persónuleg skoðun ráði ekki ákvörðun

"Það ríkir engin óvissa varðandi starfsemi Vinakots,“ segja Aðalheiður Bragadóttir og Jóhanna Fleckenstein forstöðukonur hjá Vinakoti sem rekur tvö heimili fyrir unglinga með hegðunarvanda í Hafnarfirði.

Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum

Samkynhneigð hjón geta ekki ættleitt börn frá löndum sem ÍÆ er með samninga við vegna þess að ekkert þeirra leyfir ættleiðingar samkynhneigðra. Ein hjón hafa fengið forsamþykki. Ráðuneytið þarf að bregðast við, segja Samtökin '78.

70% vilja óbreytt veiðigjöld

Mikill meirihluti landsmanna er andvígur áformum ríkisstjórnarinnar um að lækka veiðigjöld á útgerðirnar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti sjálfstæðismanna vill lækka veiðigjöldin.

Fleiri seðlar í umferð vegna svartrar vinnu

Ríkisskattstjóri segir fjölmörg atriði örugga vísbendingu um að dulin atvinnustarfsemi sé að aukast hér á landi. Sérstaklega mikið vandamál í ferðaþjónustunni, segir forseti ASÍ. Ríkisskattstjóri, ASÍ og SA með átak til að snúa þróuninni við.

Sá stolnu verkfærin sín til sölu á Bland.is

Forsvarsmenn sölusíðna á netinu gefa ekki upplýsingar um notendur nema að undangengnum dómskúrskurði. Framkvæmdastjóri bland.is segir starfsfólk þó reyna að sporna við sölu þýfis. "Þekkt vandamál,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Skattamál Dorritar til umfjöllunar

Skattamál Dorritar Moussaieff forsetafrúar hafa verið til umfjöllunar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ráðuneytið hefur synjað fréttastofunni um aðgang að upplýsingum um málið.

Lögreglumenn landsins allt of fáir

Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent. Það eru fleiri lögreglumenn en störfuðu á öllu landinu utan höfuðborgar-svæðisins í fyrra. Lögreglumaður segir stöðuna geta kostað mannslíf. Innanríkisráðherra segir mjög brýnt að bregðast við stöðunni.

Kambar verða 2+2 og Hellisheiði fær vegrið

Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli.

Gefa stjórnvöldum gula spjaldið

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna réttir stjórnvöldum gula spjaldið í fréttatilkynningu sem þau sendu frá sér rétt í þessu. Samtökin minna á kosningaloforð varðandi skuldavanda heimilanna og benda á mikilvægi þess að stjórnvöld hafi hraðar hendur og krefjast þess að málið fari í framkvæmd strax nú á sumarþingi.

Meðlimir Outlaws með haglabyssu og fíkniefni

Lagt var hald á haglabyssu, rafstuðbyssu, eggvopn og skotfæri við húsleit í Hafnarfirði í gær. Á sama stað fannst einnig lítilræði af fíkniefnum, en húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Unnustu Stefáns Einars sagt upp hjá VR

Söru Lind Guðbergsdóttur, fyrrverandi deildarstjóra ráðgjafadeildar VR, var sagt upp störfum í byrjun vikunnar vegna skipulagsbreytinga innan félagsins. Sara Lind er unnusta Stefáns Einars Stefánssonar, fyrrverandi formanns VR.

Hætta talin á olíumengun

"Við erum náttúrulega að tala um Breiðafjörðinn með sínu viðkvæma lífríki þannig að við sáum ástæðu til þess að fara á staðinn," segir Kristján Geirsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Talaði máli Snowden á þingi Evrópuráðsins

Ögmundur Jónasson tók upp málefni bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowdens á þingi Evrópuráðsins í morgun og hvatti einstaklinga og ríkisstjórnir og Evrópuráðið sjálft til að taka upp hanskann fyrir "uppljóstrara í þágu lýðræðis“ að því er fram kemur í tilkynningu frá sendinefndinni.

Fjölmiðlakannanir afbakaðar

Sverrir Agnarsson, fjölmiðlagreinandi hjá 365, birtir harðort bréf á Vísi þar sem hann gagnrýnir línurit sem Morgunblaðið birti í fyrradag; “rannsókn” unna af Pipar TPWA um áskriftarfjölda Stöðvar 2 og Skjás Eins. Capacent hefur sent frá sér yfirlýsing vegna málsins.

Umboðsmaður ætlar að rannsaka handtöku unglingsstúlkna

Settur umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu afhendi sér öll gögn sem liggja fyrir um atvik sem átti sér stað aðfaranótt 24. júní síðastliðinn, þegar lögregla veitti tveimur þrettán ára stúlkum á léttu bifhjóli eftirför, stöðvaði akstur þeirra og færði þær í handjárn, sem og þá rannsókn sem fór fram á atvikinu af hálfu lögreglu.

Umferðarslysum fækkar

Ef skoðaðar eru slysatölur fyrir júnímánuð, til dagsins í dag, má sjá að tilkynnt umferðarslys eru 19 talsins. Til samanburðar var heildarfjöldi umferðarslysa 32 í júní í fyrra.

Ungir framsóknarmenn skora á Illuga

Ungir framsóknarmenn skora á Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra að skerða ekki aðgang fólks til náms með fyrirhuguðum breytingum á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Tæplega sjö hundruð teknir af lífi í fyrra

Í nótt var Kimberley McCarthy tekin af lífi í Texas en aftökur kvenna eru sjaldgæfar, í Bandaríkjunum sem annars staðar í heiminum. Kínverjar eru manna duglegastir við aftökurnar, að sögn Elísabetar Ingólfsdóttur hjá Amnesty International.

"Njósnir NSA ganga lengra en STASI"

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata kallar eftir því að íslensk yfirvöld kanni hvort njósnað hafi verið um Íslendinga.

Bátur með níu manns innanborðs strandaði

Björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi voru kallaðar út á ellefta tímanum í morgun eftir að 130 tonna í kræklingavinnslu strandaði við Skoreyjar á Breiðafirði.

Tvö flöskuskeyti frá sama manninum

Tvö flöskuskeyti frá sama manninum hafa fundist við landið vestanvert. Danskur skipverji, Jørgen Sønderkær, sendi skeytin um 200 mílum vestur af Orkneyjum fyrir sjö árum.

Fyrsta samkynhneigða parið sem ættleiðir barn

Sindri Sindrason og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi sem ættleiðir barn. Leið strax eins og hún væri okkar, segir Sindri. Hefðu fundið sér staðgöngumóður erlendis ef kerfið hér á landi hefði brugðist.

Getur ekki rekið brotajárnsvinnslu án rafmagns

Fyrrverandi oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði hefur stefnt hinu opinbera, sem hyggst klippa á heimtaug úr spennustöð að brotajárnsvinnslu hans í bænum. Hann segir aðganginn að stöðinni hafa fylgt með kaupunum fyrir þrjátíu árum.

Bærinn verji íbúana fyrir fótboltabullum

Íbúar við Tröllakór í Kópavogi kvarta mjög undan fólki sem horfir á fótboltaleiki úr bílum sem lagt er á stæðum íbúanna og neitar að fara jafnvel þótt það loki aðgangi að bílageymslu. Bærinn þurfi að verja þá með því að loka útsýninu með trjám.

Atvinnuleysi minna en í fyrra

Atvinnuleysi var 7,4 prósent í maí og hefur minnkað um 1,6 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands sem framkvæmd var nú í júní.

Bændur áminntir fyrir sóðaskap

Umgengni á bænum Ytri-Knarrartungu á Snæfellsnesi er lýti á fallegu umhverfi, segir forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar. Ábúendur verða ekki við óskum bæjarins um bætta umgengni. Heilbrigðisyfirvöld ætla að skoða málið.

Dæmdur níðingur aftur í haldi fyrir kynferðisbrot

Maður á fimmtugsaldri er talinn hafa brotist inn á sex stöðum og í tvígang haft uppi kynferðislega tilburði. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir svipað atferli og er nýkominn úr afplánun.

Umhverfisvernd ekki einkamál vinstri manna

Umhverfisvernd er ekki einkamál vinstri manna og hægri menn ættu að átta sig á þeim verðmætum sem geta falist í henni. Þetta segir annar forsvarsmanna nýrra samtaka sem bera heitið Sjálfstæðir umhverfis-verndarsinnar.

Stofna minningarsjóð um Hemma

Til stendur að stofna minningarsjóð um Hemma Gunn. Þetta verður gert til að standa styðja við þau málefni sem voru honum kærust.

Óvissa með framtíð unglingaheimilis

Íbúar í nágrenni húss við Fjóluhvamm í Hafnarfirði kvörtuðu til bæjaryfirvalda yfir atvinnustarfsemi í húsinu, en það er nú leigt til Vinakots fyrir vistun unglinga með hegðunarvanda. Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar telur starfsemina í ósamræmi við aðalskipulag.

Þörf fyrir hagsmunagæslumann barna?

Áhersla á sjálfstæðan rétt barna eykst stöðugt og lögfræðingur Barnaverndarstofu telur að Íslendingar ættu að taka upp hagsmunagæslumann í ákveðnum barnaverndarmálum, að finnskri fyrirmynd.

"Þetta er vandamál í okkar fámenna samfélagi“

Mikil samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði ógnar fjölbreytni í efnisframboði, að mati Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Stofnunin telur í nýrri skýrslu að stjórnvöld eigi að íhuga frekari ráðstafanir til að takmarka samþjöppun og koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra.

Sjá næstu 50 fréttir