Fyrsta samkynhneigða parið sem ættleiðir barn Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. júní 2013 07:30 Sindri Sindrason hefur ásamt eiginmanni sínum ættleitt litla stúlku, Emilíu Katrínu. Mynd/GVA „Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006. Emilía Katrín, dóttir þeirra, kom til hjónanna í byrjun árs 2012, þá rúmlega þriggja ára. Hún er fjögurra og hálfs árs í dag. Sindri og eiginmaður hans höfðu sótt um að fá fósturbarn hjá barnaverndaryfirvöldum haustið 2011 og fengu samþykki eftir mikla og nákvæma skoðun á högum sínum. „Þetta er strangt kerfi með mjög flottu og faglegu fólki, svo ekki sé talað um nákvæmu,“ segir Sindri. „Það liggur við að það sé skoðað í sokkaskúffuna hjá manni.“ Emilía á íslenska kynmóður og serbneskan kynföður. Sindri segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu móðurinnar, sem býr erlendis. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni. „Við fundum strax að móðirin vildi fyrst og fremst að Emilíu liði vel. Hún elskar hana augljóslega, skilur að hún geti ekki séð um hana og er sátt við umhverfið sem hún er komin í,“ segir hann. „Hún samþykkti ættleiðingu og þess vegna fór þetta svona fljótt í gegn.“ Emilía var búin að dvelja í einn og hálfan mánuð á heimili fyrir fósturbörn þegar hún kom til hjónanna. Hún var þá á eftir í mál- og talþroska, sem og félagslega, en Sindri segir að með markvissri örvun og vinnu hafi hún nú náð jafnöldrum sínum í þroska. „Það er ekki síst starfsfólkinu á leikskólanum Laufásborg að þakka, sem er í alla staði frábært, og við gætum ekki verið ánægðari með Örnu Guðrúnu, Ásdísi og öll hin sem þar starfa,“ segir hann. Spurður hvernig tilfinning það sé að vera meðal allra fyrstu samkynhneigðu paranna á Norðurlöndum til að fá að ættleiða barn segist Sindri aðallega vera hissa á því að fleiri hafi ekki farið í gegnum kerfið. „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir hann. „En sem betur fer ætla stjórnvöld að lögleiða staðgöngumæðrun. Ef þetta hefði ekki gengið hér hefðum við farið til Indlands eða annað til að finna okkur staðgöngumóður. Það er alveg ljóst.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
„Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006. Emilía Katrín, dóttir þeirra, kom til hjónanna í byrjun árs 2012, þá rúmlega þriggja ára. Hún er fjögurra og hálfs árs í dag. Sindri og eiginmaður hans höfðu sótt um að fá fósturbarn hjá barnaverndaryfirvöldum haustið 2011 og fengu samþykki eftir mikla og nákvæma skoðun á högum sínum. „Þetta er strangt kerfi með mjög flottu og faglegu fólki, svo ekki sé talað um nákvæmu,“ segir Sindri. „Það liggur við að það sé skoðað í sokkaskúffuna hjá manni.“ Emilía á íslenska kynmóður og serbneskan kynföður. Sindri segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu móðurinnar, sem býr erlendis. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni. „Við fundum strax að móðirin vildi fyrst og fremst að Emilíu liði vel. Hún elskar hana augljóslega, skilur að hún geti ekki séð um hana og er sátt við umhverfið sem hún er komin í,“ segir hann. „Hún samþykkti ættleiðingu og þess vegna fór þetta svona fljótt í gegn.“ Emilía var búin að dvelja í einn og hálfan mánuð á heimili fyrir fósturbörn þegar hún kom til hjónanna. Hún var þá á eftir í mál- og talþroska, sem og félagslega, en Sindri segir að með markvissri örvun og vinnu hafi hún nú náð jafnöldrum sínum í þroska. „Það er ekki síst starfsfólkinu á leikskólanum Laufásborg að þakka, sem er í alla staði frábært, og við gætum ekki verið ánægðari með Örnu Guðrúnu, Ásdísi og öll hin sem þar starfa,“ segir hann. Spurður hvernig tilfinning það sé að vera meðal allra fyrstu samkynhneigðu paranna á Norðurlöndum til að fá að ættleiða barn segist Sindri aðallega vera hissa á því að fleiri hafi ekki farið í gegnum kerfið. „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir hann. „En sem betur fer ætla stjórnvöld að lögleiða staðgöngumæðrun. Ef þetta hefði ekki gengið hér hefðum við farið til Indlands eða annað til að finna okkur staðgöngumóður. Það er alveg ljóst.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira