Tæplega sjö hundruð teknir af lífi í fyrra Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2013 13:21 Aftökuherbergi. Aftökur á heimsvísu voru í það minnsta 682 í 21 landi í fyrra. Í nótt var Kimberley McCarthy tekin af lífi í Texas en aftökur kvenna eru sjaldgæfar, í Bandaríkjunum sem annars staðar í heiminum. Amnesty International berst gegn dauðarefsingum, afstaða samtakanna. Dauðarefsingar er aldrei hægt að réttlæta. Elísabet Ingólfsdóttir er starfsmaður Amnesty á Íslandi og hefur hún skoðað dauðarefsingar sérstaklega. Hún segir Kínverja duglegasta við að framfylgja þeim en upplýsingar frá Kína eru ekki aðgengilegar. Af þeim 1.338 föngum sem teknir hafa verið af lífi síðan Bandaríkjamenn tóku upp dauðarefsingar á nýjan leik árið 1976 eru aðeins 13 konur. Elísabet segir þetta eiga við um veröld alla; konur eru miklu færri meðal afbrotamanna og því talsvert færri konur sem teknar eru af lífi.Dauðarefsingar í 21 landi Dauðarefsingar eru stundaðar víða, í fyrra voru opinberar aftökur í 21 landi: Afganistan, Bangladesh, Hvíta-Rússland, Botswana, Kína, Gambía, Indland, Írak, Íran, Japan, Norður-Kórea, Pakistan, Palestína, Saudi-Arabía, Sómalía, Suður-Súdan, Tævan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bandaríkin og Jemen. Elísabet segir að opinberar tölur segi til um að í fyrra hafi 682 einstaklingar teknir af lífi. "Tölurnar hjá Amnesty eru alltaf lágmarkstölur. Tölur sem við höfum staðfestar frá tveimur til þremur heimildum," segir Elísabet.Mismunun við dauðadóma Þá hefur komið fram að réttarkerfið mismunar einstaklingum þegar dauðadómar eru annars vegar. "Já, það er nokkuð sem Amnesty hefur meðal annars sett út á varðandi dauðarefsingarnar. Auðvitað er ekkert réttarkerfi fullkomið og þar af leiðandi er ekki hægt að sannreyna hvort saklausir séu ekki teknir af lífi. Og það á við um flest ríki sem framkvæma dauðarefsinguna að þar mismunar réttarkerfið fólki. Yfirleitt eru það þá minnihlutahópar sem verða fyrir barðinu á því, eins og til dæmis innflytjendur. Í Bandaríkjunum eru það einkum blökkumenn, sérstaklega í Texas, sem verða fyrir því að vera dæmdir til dauða. Saksóknarar fara ekki fram á dauðarefsingu nema um sé að ræða fátæka og unga blökkumenn."Kínverjar duglegir við aftökurnar Eins og áður sagði eru Kínverjar duglegastir við að framfylgja dauðarefsingum. "Við erum ekki með tölur um það, þeir opinbera ekki aftökutölurnar og þeir hleypa ekki Amnesty inn í landið. En frá nokkuð áreiðanlegum heimildum er gert ráð fyrir yfir þúsund aftökum á ári í Kína. Ég hef meira að segja heyrt tölur upp í 12 þúsund. Réttarkerfið í Kína er þannig að dauðarefsingar liggja ekki bara við alvarlegum brotum eins og morðum heldur geta menn safnað punktum, bara eins og hér í ökuskírteinið; ef þú stelur brauði þrisvar þá getur þú fengið dauðarefsinguna. Ekki nóg með það, þá hafa yfirvöld verið að selja líffæri úr fólki sem tekið hefur verið af lífi, á svörtum markaði, þannig að menn spyrja sig hvort þarna sé um hreina viðskiptahagsmuni að ræða? Og ástandið er alveg örugglega ekki skárra í Norður-Kóreu en þaðan höfum við engar upplýsingar," segir Elísabet Ingólfsdóttir.Skráðar aftökur árið 2012. Þetta eru staðfestar tölur en Amnesty International gerir ráð fyrir því að aftökurnar séu miklu fleiri. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Í nótt var Kimberley McCarthy tekin af lífi í Texas en aftökur kvenna eru sjaldgæfar, í Bandaríkjunum sem annars staðar í heiminum. Amnesty International berst gegn dauðarefsingum, afstaða samtakanna. Dauðarefsingar er aldrei hægt að réttlæta. Elísabet Ingólfsdóttir er starfsmaður Amnesty á Íslandi og hefur hún skoðað dauðarefsingar sérstaklega. Hún segir Kínverja duglegasta við að framfylgja þeim en upplýsingar frá Kína eru ekki aðgengilegar. Af þeim 1.338 föngum sem teknir hafa verið af lífi síðan Bandaríkjamenn tóku upp dauðarefsingar á nýjan leik árið 1976 eru aðeins 13 konur. Elísabet segir þetta eiga við um veröld alla; konur eru miklu færri meðal afbrotamanna og því talsvert færri konur sem teknar eru af lífi.Dauðarefsingar í 21 landi Dauðarefsingar eru stundaðar víða, í fyrra voru opinberar aftökur í 21 landi: Afganistan, Bangladesh, Hvíta-Rússland, Botswana, Kína, Gambía, Indland, Írak, Íran, Japan, Norður-Kórea, Pakistan, Palestína, Saudi-Arabía, Sómalía, Suður-Súdan, Tævan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bandaríkin og Jemen. Elísabet segir að opinberar tölur segi til um að í fyrra hafi 682 einstaklingar teknir af lífi. "Tölurnar hjá Amnesty eru alltaf lágmarkstölur. Tölur sem við höfum staðfestar frá tveimur til þremur heimildum," segir Elísabet.Mismunun við dauðadóma Þá hefur komið fram að réttarkerfið mismunar einstaklingum þegar dauðadómar eru annars vegar. "Já, það er nokkuð sem Amnesty hefur meðal annars sett út á varðandi dauðarefsingarnar. Auðvitað er ekkert réttarkerfi fullkomið og þar af leiðandi er ekki hægt að sannreyna hvort saklausir séu ekki teknir af lífi. Og það á við um flest ríki sem framkvæma dauðarefsinguna að þar mismunar réttarkerfið fólki. Yfirleitt eru það þá minnihlutahópar sem verða fyrir barðinu á því, eins og til dæmis innflytjendur. Í Bandaríkjunum eru það einkum blökkumenn, sérstaklega í Texas, sem verða fyrir því að vera dæmdir til dauða. Saksóknarar fara ekki fram á dauðarefsingu nema um sé að ræða fátæka og unga blökkumenn."Kínverjar duglegir við aftökurnar Eins og áður sagði eru Kínverjar duglegastir við að framfylgja dauðarefsingum. "Við erum ekki með tölur um það, þeir opinbera ekki aftökutölurnar og þeir hleypa ekki Amnesty inn í landið. En frá nokkuð áreiðanlegum heimildum er gert ráð fyrir yfir þúsund aftökum á ári í Kína. Ég hef meira að segja heyrt tölur upp í 12 þúsund. Réttarkerfið í Kína er þannig að dauðarefsingar liggja ekki bara við alvarlegum brotum eins og morðum heldur geta menn safnað punktum, bara eins og hér í ökuskírteinið; ef þú stelur brauði þrisvar þá getur þú fengið dauðarefsinguna. Ekki nóg með það, þá hafa yfirvöld verið að selja líffæri úr fólki sem tekið hefur verið af lífi, á svörtum markaði, þannig að menn spyrja sig hvort þarna sé um hreina viðskiptahagsmuni að ræða? Og ástandið er alveg örugglega ekki skárra í Norður-Kóreu en þaðan höfum við engar upplýsingar," segir Elísabet Ingólfsdóttir.Skráðar aftökur árið 2012. Þetta eru staðfestar tölur en Amnesty International gerir ráð fyrir því að aftökurnar séu miklu fleiri.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira