Lögreglumenn landsins allt of fáir Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júní 2013 18:58 Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent. Það eru fleiri lögreglumenn en störfuðu á öllu landinu utan höfuðborgar-svæðisins í fyrra. Lögreglumaður segir stöðuna geta kostað mannslíf. Innanríkisráðherra segir mjög brýnt að bregðast við stöðunni. Skýrsla innanríkisráðherra um löggæslu á Íslandi var gerð opinber fyrir stuttu. Í henni er dregin upp mjög dökk mynd af stöðu lögreglunnar á Íslandi. Metur nefndin stöðuna svo að: „Mannfæð og fjárskortur lögreglu hefur leitt til þess að lögreglan er hætt að sinna fjölmörgum verkefnum og möguleikar á að skipuleggja sérstök átaksverkefni og þjálfun eru nánast engir." Í nefndinni voru fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi, ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytis og Landssambands lögreglumanna og var sameiginleg niðurstaða hennar að staða löggæslu í landinu væri grafalvarleg. Til að hún geti verið viðunandi og lögreglan í þeirri stöðu að geta sótt fram þurfi að veita til hennar alls 3.5 milljarða króna, umfram verðlagshækkanir fjárlaga, á næstu fjórum árum. Fyrsta forgangsatriði sé að fjölga almennum lögreglumönnum, í öðru lagi þurfi að styrkja sérhæfðar deildir lögregunnar á öllum sviðum og í þriðja lagi verði að bæta búnað lögreglumanna og þjálfun þeirra. Er það niðurstaða nefndarinnar að í ljósi þeirrar fækkunar sem orðið hefur í lögregluliðinu og í ljósi verkefna lögreglunnar þurfi að fjölga þeim um 236 á árinum 2014 til 2017 til þess eins að tryggt sé að hún geti sinnt brýnustu útkalls- og viðbragðsþjónustu. Til að þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að það eru fleiri lögreglumenn en starfa nú á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðsins en í fyrra voru þeir 235 talsins, og um 40% af fjölda þeirra lögreglumanna sem störfuðu á landinu í fyrra. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur bent á þörfina lengi. Alvarleg staða hafi til dæmis birst á Suðurland undanfarin misseri. „Þar hafa lögreglumenn jafnvel þurft að standa frammi fyrir því að velja og hafna verkefnum sem þurfi að fara í. Við erum ekki að ræða um smálmál þarna geta verið um að ræða mjög alvarleg slys. Þetta er raunveruleg staða sem hefur verið að koma upp og oftar en einu sinni og væntanlega víðar á landinu þótt það hafi ekki endilega ratað í fjölmiðla," segir Snorri. „Ef að þessi staða kemur æ oftar upp, eins og til dæmis hefur gerst á Suðurlandi, þá er alveg augljóst mál að öryggi almennings geti verið ógnað og þetta gæti jafnvel líka kostað mannslíf, því miður." Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lögð verði áhersla á að efla löggæsluna og niðurstaða nefndar um löggæslumál verði höfð að leiðarljósi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir brýnt að bæta stöðuna og fjölga lögreglumönnum. „Ég hyggst beita mér og forgangsraða því fjármagni sem þetta ráðuneyti hefur til þess að tryggja að fólkið í þessu landi búi við öryggi. Ég held að það sé eitt af megin verkefnum næstu ára að efla löggæsluna og tryggja að hún sé sýnilegri og að fólkið í þessu landi viti að því verkefni sé vel sinnt.“ Hanna segir að ljóst sé að ekki sé til fjármagn til að bregðast við öllum þeim tillögum sem nefndin leggur til og því verði að forgangsraða verkefnum og fjármagni. Hún telji brýnast að fjölga lögreglumönnum og og því eigi það að verða fyrsta skrefið í því að takast á við vanda löggæslunnar. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent. Það eru fleiri lögreglumenn en störfuðu á öllu landinu utan höfuðborgar-svæðisins í fyrra. Lögreglumaður segir stöðuna geta kostað mannslíf. Innanríkisráðherra segir mjög brýnt að bregðast við stöðunni. Skýrsla innanríkisráðherra um löggæslu á Íslandi var gerð opinber fyrir stuttu. Í henni er dregin upp mjög dökk mynd af stöðu lögreglunnar á Íslandi. Metur nefndin stöðuna svo að: „Mannfæð og fjárskortur lögreglu hefur leitt til þess að lögreglan er hætt að sinna fjölmörgum verkefnum og möguleikar á að skipuleggja sérstök átaksverkefni og þjálfun eru nánast engir." Í nefndinni voru fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi, ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytis og Landssambands lögreglumanna og var sameiginleg niðurstaða hennar að staða löggæslu í landinu væri grafalvarleg. Til að hún geti verið viðunandi og lögreglan í þeirri stöðu að geta sótt fram þurfi að veita til hennar alls 3.5 milljarða króna, umfram verðlagshækkanir fjárlaga, á næstu fjórum árum. Fyrsta forgangsatriði sé að fjölga almennum lögreglumönnum, í öðru lagi þurfi að styrkja sérhæfðar deildir lögregunnar á öllum sviðum og í þriðja lagi verði að bæta búnað lögreglumanna og þjálfun þeirra. Er það niðurstaða nefndarinnar að í ljósi þeirrar fækkunar sem orðið hefur í lögregluliðinu og í ljósi verkefna lögreglunnar þurfi að fjölga þeim um 236 á árinum 2014 til 2017 til þess eins að tryggt sé að hún geti sinnt brýnustu útkalls- og viðbragðsþjónustu. Til að þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að það eru fleiri lögreglumenn en starfa nú á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðsins en í fyrra voru þeir 235 talsins, og um 40% af fjölda þeirra lögreglumanna sem störfuðu á landinu í fyrra. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur bent á þörfina lengi. Alvarleg staða hafi til dæmis birst á Suðurland undanfarin misseri. „Þar hafa lögreglumenn jafnvel þurft að standa frammi fyrir því að velja og hafna verkefnum sem þurfi að fara í. Við erum ekki að ræða um smálmál þarna geta verið um að ræða mjög alvarleg slys. Þetta er raunveruleg staða sem hefur verið að koma upp og oftar en einu sinni og væntanlega víðar á landinu þótt það hafi ekki endilega ratað í fjölmiðla," segir Snorri. „Ef að þessi staða kemur æ oftar upp, eins og til dæmis hefur gerst á Suðurlandi, þá er alveg augljóst mál að öryggi almennings geti verið ógnað og þetta gæti jafnvel líka kostað mannslíf, því miður." Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lögð verði áhersla á að efla löggæsluna og niðurstaða nefndar um löggæslumál verði höfð að leiðarljósi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir brýnt að bæta stöðuna og fjölga lögreglumönnum. „Ég hyggst beita mér og forgangsraða því fjármagni sem þetta ráðuneyti hefur til þess að tryggja að fólkið í þessu landi búi við öryggi. Ég held að það sé eitt af megin verkefnum næstu ára að efla löggæsluna og tryggja að hún sé sýnilegri og að fólkið í þessu landi viti að því verkefni sé vel sinnt.“ Hanna segir að ljóst sé að ekki sé til fjármagn til að bregðast við öllum þeim tillögum sem nefndin leggur til og því verði að forgangsraða verkefnum og fjármagni. Hún telji brýnast að fjölga lögreglumönnum og og því eigi það að verða fyrsta skrefið í því að takast á við vanda löggæslunnar.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira