Þörf fyrir hagsmunagæslumann barna? Hrund Þórsdóttir skrifar 26. júní 2013 18:45 Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem ákveðið var að tvö börn, 13 og 14 ára gömul, skyldu tekin frá fósturfjölskyldu sinni án þess að tekið væri tillit til vilja barnanna. Í kjölfarið kviknaði umræða um hvort börn ættu ekki að hafa eitthvað að segja um mál sem snertu líf þeirra með afgerandi hætti og jafnvel hafa möguleika á að höfða mál fyrir dómstólum. Á Íslandi er barn sjálft aðili að barnaverndarmáli sem varðar vistun utan heimilis þegar það er orðið 15 ára og sé það ekki samþykkt vistuninni þarf barnaverndarnefnd að úrskurða um hana og barnið hefur rétt til að fara með málið fyrir dóm. Börn undir 15 ára aldri hafa ekki slíkan rétt en Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir þau þó ekki alveg réttlaus. „Börnum er almennt skipaður talsmaður þegar kemur til álita að vista börn utan heimilis og sjónarmið barnsins eru þannig fengin fram og reynt að ná fram vilja barnsins og afstöðu inn í ákvarðanatökuna,“ segir Heiða. Hún segir að áherslan á rétt barna aukist stöðugt og að í Finnlandi hafi sú leið verið farin að skipa börnum sérstakan hagsmunagæslumann. „Hann hefur það hlutverk að fara yfir málið og gögnin og komast að því hvað hann telur barninu fyrir bestu. Ef ákvörðun barnaverndarnefndar er ekki í samræmi við þá niðurstöðu getur hann fyrir hönd barnsins kært málið til æðri stjórnvalda eða fyrir dóm eftir atvikum.“ Um er að ræða tilraunaverkefni en Heiða segir leiðina hafa reynst vel. Henni þætti eðlilegt að fara sömu leið hérlendis. „Ég held að svona hlutir þurfi alltaf að koma til skoðunar, hvernig við getum tryggt betur réttindi barna við málsmeðferð í málum sem þessum. Þetta er ágæt leið til þess.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem ákveðið var að tvö börn, 13 og 14 ára gömul, skyldu tekin frá fósturfjölskyldu sinni án þess að tekið væri tillit til vilja barnanna. Í kjölfarið kviknaði umræða um hvort börn ættu ekki að hafa eitthvað að segja um mál sem snertu líf þeirra með afgerandi hætti og jafnvel hafa möguleika á að höfða mál fyrir dómstólum. Á Íslandi er barn sjálft aðili að barnaverndarmáli sem varðar vistun utan heimilis þegar það er orðið 15 ára og sé það ekki samþykkt vistuninni þarf barnaverndarnefnd að úrskurða um hana og barnið hefur rétt til að fara með málið fyrir dóm. Börn undir 15 ára aldri hafa ekki slíkan rétt en Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir þau þó ekki alveg réttlaus. „Börnum er almennt skipaður talsmaður þegar kemur til álita að vista börn utan heimilis og sjónarmið barnsins eru þannig fengin fram og reynt að ná fram vilja barnsins og afstöðu inn í ákvarðanatökuna,“ segir Heiða. Hún segir að áherslan á rétt barna aukist stöðugt og að í Finnlandi hafi sú leið verið farin að skipa börnum sérstakan hagsmunagæslumann. „Hann hefur það hlutverk að fara yfir málið og gögnin og komast að því hvað hann telur barninu fyrir bestu. Ef ákvörðun barnaverndarnefndar er ekki í samræmi við þá niðurstöðu getur hann fyrir hönd barnsins kært málið til æðri stjórnvalda eða fyrir dóm eftir atvikum.“ Um er að ræða tilraunaverkefni en Heiða segir leiðina hafa reynst vel. Henni þætti eðlilegt að fara sömu leið hérlendis. „Ég held að svona hlutir þurfi alltaf að koma til skoðunar, hvernig við getum tryggt betur réttindi barna við málsmeðferð í málum sem þessum. Þetta er ágæt leið til þess.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira