Innlent

Hafa miklar áhyggjur af misnotkun ofvirknislyfja

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
„Notkunin hefur verið að aukast á síðustu árum og við höfum miklar áhyggjur af þessu, “ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar
„Notkunin hefur verið að aukast á síðustu árum og við höfum miklar áhyggjur af þessu, “ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar
Notkun á lyfjum sem innihalda methylfenidat, svo sem Ritalin, Ritalin Uno og Concerta er tvöfalt meiri á Íslandi en á Norðurlöndum. Notkunin jókst um 14,4% á milli áranna 2011 og 2012.

Í frétt á vef Lyfjastofnunar lýsir stofnunin áhyggjum sínum af þessari miklu notkun, ekki síst vegna vísbendinga um misnotkun og svartamarkaðssölu.

„Notkunin hefur verið að aukast á síðustu árum og við höfum miklar áhyggjur af þessu, “ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Einstaklingur þarf að vera greindur með ofvirkni til að fá lyfjunum ávísað á lyfseðil, en grunur leikur á að þeim sé í einhverjum tilfellum ávísað óhóflega. Rannveig segir til dæmi um að lyfin séu misnotuð og þau seld á svörtum markaði. Lyfin eru örvandi og ávanabindandi.

Notkun slíkra lyfja á Íslandi er með því mesta sem þekkist í heiminum, en lyf í þessum flokki eru ætluð við athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum á aldrinum 6-18 ára. Mestum hluta lyfjanna er aftur á móti ávísað til fullorðinna, en um 59% af lyfjunum var vísða til sjúklinga 18 ára og eldri árið 2012.

Nánar á vef Lyfjastofnunar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×