Fleiri seðlar í umferð vegna svartrar vinnu Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. júní 2013 07:00 Ríkisskattstjóri og forseti ASÍ segja svarta atvinnustarfsemi sérstakt vandamál í ferðaþjónustunni hér á landi.Fréttablaðið/Hari Ljóst er að svört atvinnustarfsemi er að aukast hér á landi. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisskattstjóri segja brýna nauðsyn að sporna við slíkri þróun. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir fjölmörg atriði vera fyrir hendi sem bendi til þess að svört atvinnustarfsemi sé mun meiri nú en áður. Meðal annars sé peningamagn í umferð meira en það var fyrir fáum árum, en viðskipti með beinum peningum en ekki í gegnum rafrænar færslur geta verið vísbending um að dulin viðskipti séu að aukast. Þá sé velta í virðisaukaskatti minnkandi á vissum sviðum. „Athuganir sem ríkisskattstjóraembættið hefur gert ýmist í samstarfi við ASÍ og SA, eða á eigin vegum, sýna skýra vísbendingu í átt til aukinna undanskota í formi svartrar vinnu,“ segir hann. „Mikil aukning í ákveðnum atvinnugreinum með mörgum nýjum aðilum eins í ferðaþjónustu geta verið vísbendingar um aukna dulda starfsemi.“ Þá bendir Skúli á að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu telja að svört starfsemi í greininni sé meiri nú en áður. „Að öllu þessu virtu tel ég vera komnar svo miklar vísbendingar um aukið neðanjarðarhagkerfi að öruggt geti talist.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Skúla. „Okkar tilfinning er sú að þetta fari vaxandi. Sérstaklega eins og í ferðaþjónustunni og þessi mikla fjölgun ferðamanna sem við erum að sjá, við sjáum það í fluginu en ekki í hagtölum frá greininni,“ segir hann. „Þeir ráfa hérna um eins og það sé enginn að sinna þeim og það er ekki gott að það sé hérna fullt af ferðamönnum sem fái enga þjónustu. Að minnsta kosti ekki sýnilega þjónustu.“ Í ljósi þessa hafa ríkisskattstjóri, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hrint af stað nýju átaki gegn dulinni atvinnustarfsemi í því skyni að bæta atvinnuhætti þjóðarinnar og sporna gegn neðanjarðarhagkerfinu. Átakið heitir Leggðu þitt af mörkum og var nýlega ýtt úr vör. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Ljóst er að svört atvinnustarfsemi er að aukast hér á landi. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisskattstjóri segja brýna nauðsyn að sporna við slíkri þróun. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir fjölmörg atriði vera fyrir hendi sem bendi til þess að svört atvinnustarfsemi sé mun meiri nú en áður. Meðal annars sé peningamagn í umferð meira en það var fyrir fáum árum, en viðskipti með beinum peningum en ekki í gegnum rafrænar færslur geta verið vísbending um að dulin viðskipti séu að aukast. Þá sé velta í virðisaukaskatti minnkandi á vissum sviðum. „Athuganir sem ríkisskattstjóraembættið hefur gert ýmist í samstarfi við ASÍ og SA, eða á eigin vegum, sýna skýra vísbendingu í átt til aukinna undanskota í formi svartrar vinnu,“ segir hann. „Mikil aukning í ákveðnum atvinnugreinum með mörgum nýjum aðilum eins í ferðaþjónustu geta verið vísbendingar um aukna dulda starfsemi.“ Þá bendir Skúli á að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu telja að svört starfsemi í greininni sé meiri nú en áður. „Að öllu þessu virtu tel ég vera komnar svo miklar vísbendingar um aukið neðanjarðarhagkerfi að öruggt geti talist.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Skúla. „Okkar tilfinning er sú að þetta fari vaxandi. Sérstaklega eins og í ferðaþjónustunni og þessi mikla fjölgun ferðamanna sem við erum að sjá, við sjáum það í fluginu en ekki í hagtölum frá greininni,“ segir hann. „Þeir ráfa hérna um eins og það sé enginn að sinna þeim og það er ekki gott að það sé hérna fullt af ferðamönnum sem fái enga þjónustu. Að minnsta kosti ekki sýnilega þjónustu.“ Í ljósi þessa hafa ríkisskattstjóri, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hrint af stað nýju átaki gegn dulinni atvinnustarfsemi í því skyni að bæta atvinnuhætti þjóðarinnar og sporna gegn neðanjarðarhagkerfinu. Átakið heitir Leggðu þitt af mörkum og var nýlega ýtt úr vör.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira