Fleiri seðlar í umferð vegna svartrar vinnu Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. júní 2013 07:00 Ríkisskattstjóri og forseti ASÍ segja svarta atvinnustarfsemi sérstakt vandamál í ferðaþjónustunni hér á landi.Fréttablaðið/Hari Ljóst er að svört atvinnustarfsemi er að aukast hér á landi. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisskattstjóri segja brýna nauðsyn að sporna við slíkri þróun. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir fjölmörg atriði vera fyrir hendi sem bendi til þess að svört atvinnustarfsemi sé mun meiri nú en áður. Meðal annars sé peningamagn í umferð meira en það var fyrir fáum árum, en viðskipti með beinum peningum en ekki í gegnum rafrænar færslur geta verið vísbending um að dulin viðskipti séu að aukast. Þá sé velta í virðisaukaskatti minnkandi á vissum sviðum. „Athuganir sem ríkisskattstjóraembættið hefur gert ýmist í samstarfi við ASÍ og SA, eða á eigin vegum, sýna skýra vísbendingu í átt til aukinna undanskota í formi svartrar vinnu,“ segir hann. „Mikil aukning í ákveðnum atvinnugreinum með mörgum nýjum aðilum eins í ferðaþjónustu geta verið vísbendingar um aukna dulda starfsemi.“ Þá bendir Skúli á að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu telja að svört starfsemi í greininni sé meiri nú en áður. „Að öllu þessu virtu tel ég vera komnar svo miklar vísbendingar um aukið neðanjarðarhagkerfi að öruggt geti talist.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Skúla. „Okkar tilfinning er sú að þetta fari vaxandi. Sérstaklega eins og í ferðaþjónustunni og þessi mikla fjölgun ferðamanna sem við erum að sjá, við sjáum það í fluginu en ekki í hagtölum frá greininni,“ segir hann. „Þeir ráfa hérna um eins og það sé enginn að sinna þeim og það er ekki gott að það sé hérna fullt af ferðamönnum sem fái enga þjónustu. Að minnsta kosti ekki sýnilega þjónustu.“ Í ljósi þessa hafa ríkisskattstjóri, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hrint af stað nýju átaki gegn dulinni atvinnustarfsemi í því skyni að bæta atvinnuhætti þjóðarinnar og sporna gegn neðanjarðarhagkerfinu. Átakið heitir Leggðu þitt af mörkum og var nýlega ýtt úr vör. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Ljóst er að svört atvinnustarfsemi er að aukast hér á landi. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisskattstjóri segja brýna nauðsyn að sporna við slíkri þróun. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir fjölmörg atriði vera fyrir hendi sem bendi til þess að svört atvinnustarfsemi sé mun meiri nú en áður. Meðal annars sé peningamagn í umferð meira en það var fyrir fáum árum, en viðskipti með beinum peningum en ekki í gegnum rafrænar færslur geta verið vísbending um að dulin viðskipti séu að aukast. Þá sé velta í virðisaukaskatti minnkandi á vissum sviðum. „Athuganir sem ríkisskattstjóraembættið hefur gert ýmist í samstarfi við ASÍ og SA, eða á eigin vegum, sýna skýra vísbendingu í átt til aukinna undanskota í formi svartrar vinnu,“ segir hann. „Mikil aukning í ákveðnum atvinnugreinum með mörgum nýjum aðilum eins í ferðaþjónustu geta verið vísbendingar um aukna dulda starfsemi.“ Þá bendir Skúli á að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu telja að svört starfsemi í greininni sé meiri nú en áður. „Að öllu þessu virtu tel ég vera komnar svo miklar vísbendingar um aukið neðanjarðarhagkerfi að öruggt geti talist.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Skúla. „Okkar tilfinning er sú að þetta fari vaxandi. Sérstaklega eins og í ferðaþjónustunni og þessi mikla fjölgun ferðamanna sem við erum að sjá, við sjáum það í fluginu en ekki í hagtölum frá greininni,“ segir hann. „Þeir ráfa hérna um eins og það sé enginn að sinna þeim og það er ekki gott að það sé hérna fullt af ferðamönnum sem fái enga þjónustu. Að minnsta kosti ekki sýnilega þjónustu.“ Í ljósi þessa hafa ríkisskattstjóri, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hrint af stað nýju átaki gegn dulinni atvinnustarfsemi í því skyni að bæta atvinnuhætti þjóðarinnar og sporna gegn neðanjarðarhagkerfinu. Átakið heitir Leggðu þitt af mörkum og var nýlega ýtt úr vör.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira