Innlent

Atvinnuleysi minna en í fyrra

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd úr myndasafni af kröfugöngu 1.maí.
Mynd úr myndasafni af kröfugöngu 1.maí.
Atvinnuleysi var 7,4 prósent í maí og hefur minnkað um 1,6 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands sem framkvæmd var nú í júní. Rannsóknin nær yfir fimm vikna tímabil, frá 29. apríl til 2. júní 2013.

Í maí á síðasta ári mældist atvinnuleysi 8,8 prósent og hafði þá ekki mælst lægra í maí síðan það mældist 4,3 prósent árið 2008.

Maímánuður mælist alltaf hæstur í atvinnuleysi þegar litið er til ársins í heild. Það er helst vegna þess að á þeim tíma ársins kemur ungt fólk inn á vinnumarkaðinn í auknum mæli í leit að starfi. Það sést vel á samanburði milli aldursflokka en atvinnuleysi var 20,4 prósent á meðal 16-24 ára en aðeins 4,4 prósent hjá aldursflokknum 25 ára og eldri.

Þegar litið er til ársins í heild sést að síðastliðna sex mánuði hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 2,8 prósent og atvinnuþátttaka aukist um 0,7 prósentustig. Ef litið er til þróunar síðustu 12 mánaða sést að fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað um 3,5 prósent, atvinnulausum fækkað um 9,2 prósent og fjöldi starfandi aukist um 4,3 prósent. Atvinnuleysi hefur því lækkað umtalsvert frá því að það fór hæst fyrir hrun en í maí 2010 mældist atvinnuleysi 11,9 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×