Kambar verða 2+2 og Hellisheiði fær vegrið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2013 18:45 Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli. Tilboð voru opnuð í vikunni. Það verður á 15 kílómetra kafla sem Suðurlandsvegur verður breikkaður, frá gatnamótunum við Hellisheiðarvirkjun og niður fyrir Kamba, að hringtorginu við Hveragerði. Vegurinn er núna ýmist tveggja eða þriggja akreina en verður eftir breytingu þrjár akreinar yfir Hellisheiði og fjórar akreinar í Kömbum og aksturstefnur verða aðskildar með vegriði, eins og gert er í Svínahrauni. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að bæði verði vegurinn greiðfærari, - auðveldara verði að komast framúr, - og eins fylgi því mikið öryggi að aðskilja akstursstefnur með miðjuvegriði. Þá verði vegfláar gerðir flatari til að draga úr hættu á að menn velti bílum þótt þeir lendi utan vegar. Um sex þúsund bílar aka að jafnaði yfir Hellisheiði á degi hverjum, yfir sumarið eykst umferðin í átta þúsund bíla á sólarhring, og oft er skyggnið slæmt, jafnvel yfir hásumarið geta menn lent þarna í dimmri þoku. En það verður líka hugsað fyrir útvistarfólk því gera á fern göng undir veginn fyrir hestamenn og göngufólk. Mesta byltingin verður í Kömbum þar sem gera á svokallaðan 2+2 veg með þriggja metra breiðri umferðareyju ásamt vegriði á milli. Ný akrein verður gerð fjallsmegin, þannig að tvær akreinar verða upp Kamba og tvær niður. En þýðir vegagerðin mikið rask í Kömbunum?Vegurinn um Kambana verður 2+2 með umferðareyju og vegriði á milli.„Nei, það er ekkert mjög mikið rask. Þetta er auðvitað aðeins skering inn í hlíðina en það verður ekki mikið rask af því," svarar Svanur.Tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag og bauðst Ístak til að vinna verkið fyrir lægsta verð, 1.321 milljón króna, eða 94 prósent af 1.400 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir átti næstlægsta boð, 1.344 milljónir króna, en önnur reyndust yfir kostnaðaráætlun. Loftorka og Suðurverk buðu saman 1.432 milljónir króna og ÍAV átti hæsta boð, 1.455 milljónir króna.Suðurlandsvegur verður breikkaður frá gatnamótunum að Hellisheiðarvirkjun og að hringtorginu við Hveragerði.Heildarkostnaður, með hönnun og eftirliti, er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Fyrir tveimur árum var fallið frá því að leggja á vegtolla og verður verkið allt fjármagnað af skattfé á fjárlögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og þær taki tvö ár. „Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið í sumarlok 2015," segir svæðisstjóri Vegagerðarinnar. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli. Tilboð voru opnuð í vikunni. Það verður á 15 kílómetra kafla sem Suðurlandsvegur verður breikkaður, frá gatnamótunum við Hellisheiðarvirkjun og niður fyrir Kamba, að hringtorginu við Hveragerði. Vegurinn er núna ýmist tveggja eða þriggja akreina en verður eftir breytingu þrjár akreinar yfir Hellisheiði og fjórar akreinar í Kömbum og aksturstefnur verða aðskildar með vegriði, eins og gert er í Svínahrauni. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að bæði verði vegurinn greiðfærari, - auðveldara verði að komast framúr, - og eins fylgi því mikið öryggi að aðskilja akstursstefnur með miðjuvegriði. Þá verði vegfláar gerðir flatari til að draga úr hættu á að menn velti bílum þótt þeir lendi utan vegar. Um sex þúsund bílar aka að jafnaði yfir Hellisheiði á degi hverjum, yfir sumarið eykst umferðin í átta þúsund bíla á sólarhring, og oft er skyggnið slæmt, jafnvel yfir hásumarið geta menn lent þarna í dimmri þoku. En það verður líka hugsað fyrir útvistarfólk því gera á fern göng undir veginn fyrir hestamenn og göngufólk. Mesta byltingin verður í Kömbum þar sem gera á svokallaðan 2+2 veg með þriggja metra breiðri umferðareyju ásamt vegriði á milli. Ný akrein verður gerð fjallsmegin, þannig að tvær akreinar verða upp Kamba og tvær niður. En þýðir vegagerðin mikið rask í Kömbunum?Vegurinn um Kambana verður 2+2 með umferðareyju og vegriði á milli.„Nei, það er ekkert mjög mikið rask. Þetta er auðvitað aðeins skering inn í hlíðina en það verður ekki mikið rask af því," svarar Svanur.Tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag og bauðst Ístak til að vinna verkið fyrir lægsta verð, 1.321 milljón króna, eða 94 prósent af 1.400 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir átti næstlægsta boð, 1.344 milljónir króna, en önnur reyndust yfir kostnaðaráætlun. Loftorka og Suðurverk buðu saman 1.432 milljónir króna og ÍAV átti hæsta boð, 1.455 milljónir króna.Suðurlandsvegur verður breikkaður frá gatnamótunum að Hellisheiðarvirkjun og að hringtorginu við Hveragerði.Heildarkostnaður, með hönnun og eftirliti, er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Fyrir tveimur árum var fallið frá því að leggja á vegtolla og verður verkið allt fjármagnað af skattfé á fjárlögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og þær taki tvö ár. „Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið í sumarlok 2015," segir svæðisstjóri Vegagerðarinnar.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira