Kambar verða 2+2 og Hellisheiði fær vegrið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2013 18:45 Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli. Tilboð voru opnuð í vikunni. Það verður á 15 kílómetra kafla sem Suðurlandsvegur verður breikkaður, frá gatnamótunum við Hellisheiðarvirkjun og niður fyrir Kamba, að hringtorginu við Hveragerði. Vegurinn er núna ýmist tveggja eða þriggja akreina en verður eftir breytingu þrjár akreinar yfir Hellisheiði og fjórar akreinar í Kömbum og aksturstefnur verða aðskildar með vegriði, eins og gert er í Svínahrauni. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að bæði verði vegurinn greiðfærari, - auðveldara verði að komast framúr, - og eins fylgi því mikið öryggi að aðskilja akstursstefnur með miðjuvegriði. Þá verði vegfláar gerðir flatari til að draga úr hættu á að menn velti bílum þótt þeir lendi utan vegar. Um sex þúsund bílar aka að jafnaði yfir Hellisheiði á degi hverjum, yfir sumarið eykst umferðin í átta þúsund bíla á sólarhring, og oft er skyggnið slæmt, jafnvel yfir hásumarið geta menn lent þarna í dimmri þoku. En það verður líka hugsað fyrir útvistarfólk því gera á fern göng undir veginn fyrir hestamenn og göngufólk. Mesta byltingin verður í Kömbum þar sem gera á svokallaðan 2+2 veg með þriggja metra breiðri umferðareyju ásamt vegriði á milli. Ný akrein verður gerð fjallsmegin, þannig að tvær akreinar verða upp Kamba og tvær niður. En þýðir vegagerðin mikið rask í Kömbunum?Vegurinn um Kambana verður 2+2 með umferðareyju og vegriði á milli.„Nei, það er ekkert mjög mikið rask. Þetta er auðvitað aðeins skering inn í hlíðina en það verður ekki mikið rask af því," svarar Svanur.Tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag og bauðst Ístak til að vinna verkið fyrir lægsta verð, 1.321 milljón króna, eða 94 prósent af 1.400 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir átti næstlægsta boð, 1.344 milljónir króna, en önnur reyndust yfir kostnaðaráætlun. Loftorka og Suðurverk buðu saman 1.432 milljónir króna og ÍAV átti hæsta boð, 1.455 milljónir króna.Suðurlandsvegur verður breikkaður frá gatnamótunum að Hellisheiðarvirkjun og að hringtorginu við Hveragerði.Heildarkostnaður, með hönnun og eftirliti, er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Fyrir tveimur árum var fallið frá því að leggja á vegtolla og verður verkið allt fjármagnað af skattfé á fjárlögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og þær taki tvö ár. „Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið í sumarlok 2015," segir svæðisstjóri Vegagerðarinnar. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli. Tilboð voru opnuð í vikunni. Það verður á 15 kílómetra kafla sem Suðurlandsvegur verður breikkaður, frá gatnamótunum við Hellisheiðarvirkjun og niður fyrir Kamba, að hringtorginu við Hveragerði. Vegurinn er núna ýmist tveggja eða þriggja akreina en verður eftir breytingu þrjár akreinar yfir Hellisheiði og fjórar akreinar í Kömbum og aksturstefnur verða aðskildar með vegriði, eins og gert er í Svínahrauni. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að bæði verði vegurinn greiðfærari, - auðveldara verði að komast framúr, - og eins fylgi því mikið öryggi að aðskilja akstursstefnur með miðjuvegriði. Þá verði vegfláar gerðir flatari til að draga úr hættu á að menn velti bílum þótt þeir lendi utan vegar. Um sex þúsund bílar aka að jafnaði yfir Hellisheiði á degi hverjum, yfir sumarið eykst umferðin í átta þúsund bíla á sólarhring, og oft er skyggnið slæmt, jafnvel yfir hásumarið geta menn lent þarna í dimmri þoku. En það verður líka hugsað fyrir útvistarfólk því gera á fern göng undir veginn fyrir hestamenn og göngufólk. Mesta byltingin verður í Kömbum þar sem gera á svokallaðan 2+2 veg með þriggja metra breiðri umferðareyju ásamt vegriði á milli. Ný akrein verður gerð fjallsmegin, þannig að tvær akreinar verða upp Kamba og tvær niður. En þýðir vegagerðin mikið rask í Kömbunum?Vegurinn um Kambana verður 2+2 með umferðareyju og vegriði á milli.„Nei, það er ekkert mjög mikið rask. Þetta er auðvitað aðeins skering inn í hlíðina en það verður ekki mikið rask af því," svarar Svanur.Tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag og bauðst Ístak til að vinna verkið fyrir lægsta verð, 1.321 milljón króna, eða 94 prósent af 1.400 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir átti næstlægsta boð, 1.344 milljónir króna, en önnur reyndust yfir kostnaðaráætlun. Loftorka og Suðurverk buðu saman 1.432 milljónir króna og ÍAV átti hæsta boð, 1.455 milljónir króna.Suðurlandsvegur verður breikkaður frá gatnamótunum að Hellisheiðarvirkjun og að hringtorginu við Hveragerði.Heildarkostnaður, með hönnun og eftirliti, er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Fyrir tveimur árum var fallið frá því að leggja á vegtolla og verður verkið allt fjármagnað af skattfé á fjárlögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og þær taki tvö ár. „Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið í sumarlok 2015," segir svæðisstjóri Vegagerðarinnar.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira