Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. júní 2013 08:00 Ekkert af samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Mynd/Nordicphotos/Getty Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleiðingar, eins og til dæmis Íslandi, Svíþjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá forsamþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerðar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfslönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkynhneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða hafa þó verið gild síðan árið 2006.Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna ‘78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleiðingar, eins og til dæmis Íslandi, Svíþjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá forsamþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerðar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfslönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkynhneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða hafa þó verið gild síðan árið 2006.Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna ‘78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira