Helmingur þjóðarinnar vill klára viðræður við ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2013 18:44 Rétt tæplega helmingur þjóðarinnar vill klára aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun Capacent. Um fjörutíu prósent vilja slíta viðræðum. Um er að ræða netkönnun sem var unnin af Capacent fyrir samtökin Já Ísland dagana 13. - 24. júní sl. Úrtakið var 1450 manns. Fjöldi varenda var 872 sem þýðir 60 prósenta svarhlutfall. 49,6 prósent sögðust vilja klára viðræðurnar, 41,1 prósent sögðust vilja slíta viðræðunum og 9,3 prósent sögðust hlutlaus. Ef afstaða er greind eftir búsetu þá vilja 61 prósent Reykvíkinga klára viðræðurnar við ESB, 32 prósent vilja slíta þeim og 7 prósent eru hlutlaus. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vilja 47 prósent klára viðræðurnar en hlutfallið fer niður í 40 prósent á landsbyggðinni. Niðurstöður eftir menntun svarenda eru athyglisverðar. Ef skoðuð er afstaða þeirra sem eingöngu hafa grunnskólapróf vill meirihluti eða 48 prósent slíta viðræðunum en 41 prósent vilja klára þær. Hlutfall þeirra sem vilja klára viðræðurnar hækkar svo eftir því sem fólk hefur meiri menntun. Af þeim sem hafa framhaldsskólapróf vilja 47 prósent ljúka viðræðunum en 44 prósent slíta þeim. Hlutafall þeirra sem vilja klára viðræðurnar er hæst meðal þeirra sem hafa háskólapróf, en 63 prósent þeirra vilja klára viðræðurnar, en 30 prósent slíta þeim. Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já Ísland, segir að niðurstaðan sé skýr. „Það sem mér finnst athyglisverðast er að þetta er niðurstaða eftir kosningarnar. Það hefur mikið verið rætt um þetta mál. Ríkisstjórnin, utanríkisráðherra og forsetinn. Þeir tala gjarnan um að þetta sé vilji þjóðarinnar að gera þetta svokallaða hlé sem er ekkert annað en slit viðræðna. Þeir eru ekki tala fyrir meirihluta þjóðarinnar. Það er alveg ljóst,“ segir Jón Steindór.Væri það ótilhlýðilegt af hálfu stjórnarflokkanna að efna ekki loforð um atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Já. Þeir eiga að standa við það sem þeir lofuðu, það er alveg klárt. Þeir töluðu báðir um að gera hlé og halda ekki áfram fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Jón Steindór segir skynsamlegt að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. Fyrir liggur á Alþingi þingsályktunartillaga um slíkt frá Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Óvíst er hvaða stuðnings hún nýtur meðal þingmanna stjórnarflokkanna. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Sjá meira
Rétt tæplega helmingur þjóðarinnar vill klára aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun Capacent. Um fjörutíu prósent vilja slíta viðræðum. Um er að ræða netkönnun sem var unnin af Capacent fyrir samtökin Já Ísland dagana 13. - 24. júní sl. Úrtakið var 1450 manns. Fjöldi varenda var 872 sem þýðir 60 prósenta svarhlutfall. 49,6 prósent sögðust vilja klára viðræðurnar, 41,1 prósent sögðust vilja slíta viðræðunum og 9,3 prósent sögðust hlutlaus. Ef afstaða er greind eftir búsetu þá vilja 61 prósent Reykvíkinga klára viðræðurnar við ESB, 32 prósent vilja slíta þeim og 7 prósent eru hlutlaus. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vilja 47 prósent klára viðræðurnar en hlutfallið fer niður í 40 prósent á landsbyggðinni. Niðurstöður eftir menntun svarenda eru athyglisverðar. Ef skoðuð er afstaða þeirra sem eingöngu hafa grunnskólapróf vill meirihluti eða 48 prósent slíta viðræðunum en 41 prósent vilja klára þær. Hlutfall þeirra sem vilja klára viðræðurnar hækkar svo eftir því sem fólk hefur meiri menntun. Af þeim sem hafa framhaldsskólapróf vilja 47 prósent ljúka viðræðunum en 44 prósent slíta þeim. Hlutafall þeirra sem vilja klára viðræðurnar er hæst meðal þeirra sem hafa háskólapróf, en 63 prósent þeirra vilja klára viðræðurnar, en 30 prósent slíta þeim. Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já Ísland, segir að niðurstaðan sé skýr. „Það sem mér finnst athyglisverðast er að þetta er niðurstaða eftir kosningarnar. Það hefur mikið verið rætt um þetta mál. Ríkisstjórnin, utanríkisráðherra og forsetinn. Þeir tala gjarnan um að þetta sé vilji þjóðarinnar að gera þetta svokallaða hlé sem er ekkert annað en slit viðræðna. Þeir eru ekki tala fyrir meirihluta þjóðarinnar. Það er alveg ljóst,“ segir Jón Steindór.Væri það ótilhlýðilegt af hálfu stjórnarflokkanna að efna ekki loforð um atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Já. Þeir eiga að standa við það sem þeir lofuðu, það er alveg klárt. Þeir töluðu báðir um að gera hlé og halda ekki áfram fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Jón Steindór segir skynsamlegt að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. Fyrir liggur á Alþingi þingsályktunartillaga um slíkt frá Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Óvíst er hvaða stuðnings hún nýtur meðal þingmanna stjórnarflokkanna.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Sjá meira