Fleiri fréttir Skattar og ríkisfjármál rædd yfir pönnsum Öðrum fundi formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna er lokið. Bjarni Benediktsson segir góðan samhljóm milli þeirra Sigmundar Davíðs í helstu málaflokkum. 6.5.2013 22:52 Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6.5.2013 20:27 Sigmundur og Bjarni funda hjá pabba Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa fundað í allan dag í bústað við Þingvallavatn. 6.5.2013 18:15 1,2 milljarðar króna farið til stjórnmálaflokka Alls hafa 1,2 milljarðar króna farið til stjórnmálasamtaka á árunum 2010 -2013. Samfylkingin hefur fengið mest allra flokka eða 375 milljónir króna og Sjálfstæðisflokkurinn næstmest eða rúmar 298 milljónir króna. Það er í samræmi við stærð flokkanna. 6.5.2013 16:11 Álfasalan að hefjast Hin árlega álfasala SÁÁ fer fram núna í vikunni og hefst á morgun. Að þessu sinni verður Álfurinn seldur til að byggja upp starfsemi barna- og fjölskyldudeildar SÁÁ. 6.5.2013 15:51 Unglingum boðið í HÍ Eftir rúman mánuð munu unglingar flykkjast í Háskóla Íslands, þegar Háskóli unga fólksins, tekur til starfa að nýju. Skráning hófst á hádegi í dag í skólann sem haldinn verður dagana 10.-14. júní. Hátt í fimmtíu námskeið eru í boði að þessu sinni. 6.5.2013 15:33 Greiðir 700 þúsund fyrir að hafa flutt úr til landsins Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 713 þúsund króna sekt fyrir að hafa flutt lúxusúr með sér til landsins án þess að gera grein fyrir því við tollgæsluna. Úrið er af gerðinni Hublot og var 2,8 milljóna króna virði. Tollverðir fundu vöruna við leit á ákærða. 6.5.2013 14:35 Bjarni sótti Svanhildi á Melhagann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sótti Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmann sinn, heim til hennar á Melhaga í Vesturbænum í morgun. Þetta hefur Vísir samkvæmt upplýsingum frá vegfaranda sem staddur var í Melhaganum. 6.5.2013 13:47 Framsóknarflokkurinn myndi endurheimta borgarfulltrúann sinn Framsóknarflokkurinn myndi endurheimta mann sinn í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta sýna niðurstöður Capacent Gallupkönnunar, sem RÚV greinir frá í dag. Framsóknarflokkurinn var með einn mann kjörinn í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Þá var Björn Ingi Hrafnsson kjörinn fulltrúi en hann sagði af sér og við tók Óskar Bergsson. 6.5.2013 13:17 Íslensk fræðibók um hrunið gefin út samtímis í Bandaríkjunum og Evópu "Þetta er svona á stærri skala en ég hef áður verið á,“ segir Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, en eitt virtasta útgáfufélag á sviði fræðibóka, Palgrave Macmillan, ætlar að gefa út fræðirit Eiríks um hrunið hér á landi. Bókin heitir "Iceland and the international financial crisis: Boom, Bust and Recovery“. 6.5.2013 11:34 Skemmdir unnar á fimm bílum Skemmdir voru unnar á fimm bifreiðum í Keflavík aðfararnótt laugardagsins. Tvær bifreiðanna stóðu við Ránargötu og þrjár við Suðurgötu. Í öllum tilvikum voru hliðarspeglar bifreiðanna brotnir og ein þeirra hafði einnig verið rispuð. Lögreglan á Suðurnesjum biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um hver eða hverjir voru þarna að verki að hafa samband í síma 420-1800 6.5.2013 11:09 Stór verkefni krefjast styrks þingmeirihluta Viðræður um myndun ríkisstjórnar hófust í gær þegar Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson settust að fundi. Sigmundur segir eðlilegast að leita eftir sem öflugustum þingmeirihluta í ljósi þeirra verkefna sem liggi fyrir. 6.5.2013 11:00 Vilja lax í lækinn en enga kópa í Kópavog "Þetta er nú frekar hugsað til þess að bæta ímynd læksins, en það er ekki útilokað að leyfa börnum að veiða þarna í framtíðinni,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, en tillaga hans um að kannað verði hvort það sé mögulegt að sleppa eldisfiski í Kópavogslæk var samþykkt á fundi bæjarráðsins fyrir helgi. 6.5.2013 10:54 Ætla að byrja að tala saman fyrir hádegi Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson munu hefja fundarhöld upp úr klukkan ellefu, samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir óku saman, ásamt aðtoðarmönnum sínum, út fyrir borgarmörkin í gær og funduðu fram á kvöld. Litlar upplýsingar hafa borist af fundarhöldum gærdagsins annað en það að verslað var í Krónunni og menn gæddu sér á vöfflum með kaffinu. Fátt annað hefur frest í dag, annað en að málefnin verða rædd á breiðum grundvelli. 6.5.2013 10:53 Réttindalaus stöðvuð í áttunda sinn Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærdag afskipti af tæplega fertugri konu sem ók um án þess að hafa endurnýjað ökuskírteini sitt. Var þetta í áttunda skiptið sem lögregla stöðvar akstur konunnar vegna þessa. 6.5.2013 10:13 Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi Geirmundsson hársskeri fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. 6.5.2013 10:08 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6.5.2013 08:25 Strætóbílstjórar reknir vegna kynferðisbrota Maðurinn sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðisbrots gegn þroskaheftri konu í Kópavogi var ráðinn til Strætó stuttu eftir að honum var sagt upp störfum hjá Smartbílum. Eftir að í ljós kom að hann væri grunaður um kynferðisbrot var hann þó líka látinn hætta hjá Hagvögnum, sem eru verktakar fyrir Strætó. 6.5.2013 08:00 Fyrirtæki í eigu Disney stal íshrúti Þorsteini Úlfari Björnssyni, kvikmyndagerðarmanni og áhugaljósmyndara, brá heldur betur í brún á dögunum þegar furðuvera í líki ísbjarnar með hrútshöfuð, sem hann sjálfur hafði búið til og sett saman með aðstoð myndvinnsluforritsins Photoshop, birtist í tölvuleik sem hann var að spila. 6.5.2013 08:00 Ekkert lát á snjóþyngslum nyrðra „Það eru engin sérstök hlýindi á næstunni en það verður þó hlýrra en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Spurður hvort Norðlendingar, sem margir eru orðnir langþreyttir á snjónum, megi búast við leysingum segir Teitur að ekki megi búast við meiri snjó eftir að stytti upp síðdegis í dag. „Þá ætti ekki að snjóa meira í bili. En það þarf að fá hlýja sunnanátt til að taka snjóinn, og hún er því miður ekki sjáanleg næstu sjö, átta daga.“ 6.5.2013 08:00 Bílstjóri jeppa grunaður um ölvun „Dóttir mín, tveggja og hálfs árs, var með okkur í bílnum en blessunarlega slapp hún ótrúlega vel,“ segir Bjarki Kristjánsson. Bíll sem hann ók lenti í hörðum árekstri við jeppa við Leirubrú á Akureyri á laugardag. Í bílnum var einnig systir Bjarka. 6.5.2013 08:00 Gera upp notuð reiðhjól fyrir börn Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hófst fyrir helgi. 6.5.2013 08:00 Leggja upp úr vinalegu viðmóti Djúpavogshreppur, tæplega 500 manna sveitarfélag á sunnanverðum Austfjörðum, hefur hlotið inngöngu í Cittaslow-hreyfinguna, fyrstur byggða á Íslandi. Markmið Cittaslow-sveitarfélaga er að auka lífsgæði íbúa og leggja áherslu á sérstöðu þeirra. Verndun náttúrunnar og fegrun umhverfisins er þar í forgrunni; notkun nýjustu tækni í þágu samfélagsins, staðbundin matarmenning og framleiðsla. 6.5.2013 08:00 Eldur í Argentínu Eldur gaus upp í skorsteini veitingahússins Argentínu aðfararnótt sunnudags. 6.5.2013 07:58 Kolmunnaveiðum að ljúka Sex íslensk kolmunnaskip eru nú að veiðum suður af Færeyjum og eru einhver þeirra í sinni síðustu veiðiferð, þar sem þau eru að klára kvóta sína. 6.5.2013 07:11 Flugdólgur laus úr haldi Kona á fertugsaldri, sem lét dólgslega í flugvél Flugfélags Íslands á leið til Akureyrar síðdegis á laugardag, var útskrifuð úr fangageymslu á Akureyri að yfirheyrslum loknum í gær. 6.5.2013 07:01 Útigangsmenn í fangelsi Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þar af eru sjö heimilislausir útigangsmenn, sem ekki höfðu í önnur hús að vernda. 6.5.2013 06:57 Mjaldurinn líkur Sigmundi Davíð Mjaldur heldur sig þessa dagana á Steingrímsfirði á Ströndum og syndir þar reglubundna hringi með viðkomu á Hólmavík; að því er Bæjarins besta greinir frá. 6.5.2013 06:55 Slæm færð á Vestfjörðum Nokkrir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir eftir hríðarveður í gær og þar er víða krap á vegum. 6.5.2013 06:52 Í skugga Guðmundar og Geirfinns Hvörf eru nýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt var í Kúlunni í gærkvöld. Leikstjóri verksins og einn höfunda er Rúnar Guðbrandsson, sem fékk hugmyndina eftir samskipti við Sævar Ciesielski fyrir nítján árum. Verkið hefur tekið miklum breytingum á meðgöngunn 5.5.2013 22:00 Með fiðrildi í maganum Björt Ólafsdóttir er eitt af nýju andlitunum sem taka sæti á Alþingi. Þar mun hún sitja fyrir hönd Bjartrar framtíðar en Björt er sveitastúlka sem ólst upp á meðferðarheimili þar sem áhuginn á sálfræði kviknaði en sú reynsla gæti nýst í nýju starfi. 5.5.2013 20:30 Íslendingar eiga að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. 5.5.2013 20:02 Ný ríkisstjórn þarf að horfa til framtíðar Formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir nýja ríkisstjórn þurfa að hafa breiða skírskotun og horfa til framtíðar. Hún segir áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á skattalækkanir og niðurfellingu skulda ekki til þess fallnar að til að tryggja félagslegt réttlæti á Íslandi. 5.5.2013 18:57 Fengu sér vöfflur með kaffinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, borðuðu vöfflur með kaffinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þ. Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs. 5.5.2013 18:51 Skora á félagana að skoða strimilinn Samtök verslunar og þjónustu skora á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, að skoða strimilinn sem þeir fengu við matarinnkaupin í Krónunni í Mosfellsbæ í morgun. 5.5.2013 17:24 Spiluðu í Saturday Night Live Íslensku krakkarnir í hljómsveitinni Of Monsters and Men spiluðu í gærkvöldi í einum vinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna, Saturday Night Live. 5.5.2013 14:13 Samfylkingin lagðist gegn eignanámssátt um hluta Vatnsenda Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. 5.5.2013 13:02 Kannabisneysla eykst hjá fullorðnum Kannabisneysla dregst saman á meðal barna en eykst meðal fullorðinna. Samkvæmt nýjum mælingum félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur fjórðungur fullorðinna neytt kannabisefna. Prófessor í félags- og mannvísindum segir niðurstöðurnar koma á óvart og aukninguna vera minni en ætla mætti. 5.5.2013 13:01 Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. 5.5.2013 12:02 Keyptu saman í matinn í morgun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sáust í Krónunni í Mosfellsbæ snemma í morgun. 5.5.2013 11:25 Vonast til að ný ríkisstjórn geri allt til að koma álverinu í Helguvík í gang Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisfokksins í Suðurkjördæmi segir að ef Sjálfstæðismenn verði við stjórnvölinn í næstu ríkisstjórn vonast hún til að samstaða verði um það í þingflokknum og í ríkisstjórn að gera allt sem er á valdi stjórnvalda til að koma álverinu í Helguvík í gang. 5.5.2013 10:00 Stundvís flugfélög Síðustu misseri hefur stundvísi í millilandaflugi verið með miklum ágætum hér á landi. Á vefsíðunni Túristi.is segir að vélarnar taki þó oftar á loft á réttum tíma en þær lenda. 5.5.2013 09:56 Eldur í skorsteini Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds sem kviknaði í skorsteini á veitingahúsi við Barónsstíg. Vel gekk að slökkva eldinn og skemmdir voru ekki alvarlegar. 5.5.2013 09:54 Stjórnarmyndunarviðræður byrja í dag Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefjast í dag. 5.5.2013 09:29 Huang Nubo með einkakokk á Everest Kínverski auðkýfingurinn Huang Nubo, sem ætti að vera Íslendingum vel kunnugur, er nú á leiðinni á Everest í annað sinn. 4.5.2013 21:30 Sjá næstu 50 fréttir
Skattar og ríkisfjármál rædd yfir pönnsum Öðrum fundi formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna er lokið. Bjarni Benediktsson segir góðan samhljóm milli þeirra Sigmundar Davíðs í helstu málaflokkum. 6.5.2013 22:52
Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6.5.2013 20:27
Sigmundur og Bjarni funda hjá pabba Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa fundað í allan dag í bústað við Þingvallavatn. 6.5.2013 18:15
1,2 milljarðar króna farið til stjórnmálaflokka Alls hafa 1,2 milljarðar króna farið til stjórnmálasamtaka á árunum 2010 -2013. Samfylkingin hefur fengið mest allra flokka eða 375 milljónir króna og Sjálfstæðisflokkurinn næstmest eða rúmar 298 milljónir króna. Það er í samræmi við stærð flokkanna. 6.5.2013 16:11
Álfasalan að hefjast Hin árlega álfasala SÁÁ fer fram núna í vikunni og hefst á morgun. Að þessu sinni verður Álfurinn seldur til að byggja upp starfsemi barna- og fjölskyldudeildar SÁÁ. 6.5.2013 15:51
Unglingum boðið í HÍ Eftir rúman mánuð munu unglingar flykkjast í Háskóla Íslands, þegar Háskóli unga fólksins, tekur til starfa að nýju. Skráning hófst á hádegi í dag í skólann sem haldinn verður dagana 10.-14. júní. Hátt í fimmtíu námskeið eru í boði að þessu sinni. 6.5.2013 15:33
Greiðir 700 þúsund fyrir að hafa flutt úr til landsins Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 713 þúsund króna sekt fyrir að hafa flutt lúxusúr með sér til landsins án þess að gera grein fyrir því við tollgæsluna. Úrið er af gerðinni Hublot og var 2,8 milljóna króna virði. Tollverðir fundu vöruna við leit á ákærða. 6.5.2013 14:35
Bjarni sótti Svanhildi á Melhagann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sótti Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmann sinn, heim til hennar á Melhaga í Vesturbænum í morgun. Þetta hefur Vísir samkvæmt upplýsingum frá vegfaranda sem staddur var í Melhaganum. 6.5.2013 13:47
Framsóknarflokkurinn myndi endurheimta borgarfulltrúann sinn Framsóknarflokkurinn myndi endurheimta mann sinn í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta sýna niðurstöður Capacent Gallupkönnunar, sem RÚV greinir frá í dag. Framsóknarflokkurinn var með einn mann kjörinn í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Þá var Björn Ingi Hrafnsson kjörinn fulltrúi en hann sagði af sér og við tók Óskar Bergsson. 6.5.2013 13:17
Íslensk fræðibók um hrunið gefin út samtímis í Bandaríkjunum og Evópu "Þetta er svona á stærri skala en ég hef áður verið á,“ segir Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, en eitt virtasta útgáfufélag á sviði fræðibóka, Palgrave Macmillan, ætlar að gefa út fræðirit Eiríks um hrunið hér á landi. Bókin heitir "Iceland and the international financial crisis: Boom, Bust and Recovery“. 6.5.2013 11:34
Skemmdir unnar á fimm bílum Skemmdir voru unnar á fimm bifreiðum í Keflavík aðfararnótt laugardagsins. Tvær bifreiðanna stóðu við Ránargötu og þrjár við Suðurgötu. Í öllum tilvikum voru hliðarspeglar bifreiðanna brotnir og ein þeirra hafði einnig verið rispuð. Lögreglan á Suðurnesjum biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um hver eða hverjir voru þarna að verki að hafa samband í síma 420-1800 6.5.2013 11:09
Stór verkefni krefjast styrks þingmeirihluta Viðræður um myndun ríkisstjórnar hófust í gær þegar Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson settust að fundi. Sigmundur segir eðlilegast að leita eftir sem öflugustum þingmeirihluta í ljósi þeirra verkefna sem liggi fyrir. 6.5.2013 11:00
Vilja lax í lækinn en enga kópa í Kópavog "Þetta er nú frekar hugsað til þess að bæta ímynd læksins, en það er ekki útilokað að leyfa börnum að veiða þarna í framtíðinni,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, en tillaga hans um að kannað verði hvort það sé mögulegt að sleppa eldisfiski í Kópavogslæk var samþykkt á fundi bæjarráðsins fyrir helgi. 6.5.2013 10:54
Ætla að byrja að tala saman fyrir hádegi Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson munu hefja fundarhöld upp úr klukkan ellefu, samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir óku saman, ásamt aðtoðarmönnum sínum, út fyrir borgarmörkin í gær og funduðu fram á kvöld. Litlar upplýsingar hafa borist af fundarhöldum gærdagsins annað en það að verslað var í Krónunni og menn gæddu sér á vöfflum með kaffinu. Fátt annað hefur frest í dag, annað en að málefnin verða rædd á breiðum grundvelli. 6.5.2013 10:53
Réttindalaus stöðvuð í áttunda sinn Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærdag afskipti af tæplega fertugri konu sem ók um án þess að hafa endurnýjað ökuskírteini sitt. Var þetta í áttunda skiptið sem lögregla stöðvar akstur konunnar vegna þessa. 6.5.2013 10:13
Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi Geirmundsson hársskeri fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. 6.5.2013 10:08
Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6.5.2013 08:25
Strætóbílstjórar reknir vegna kynferðisbrota Maðurinn sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðisbrots gegn þroskaheftri konu í Kópavogi var ráðinn til Strætó stuttu eftir að honum var sagt upp störfum hjá Smartbílum. Eftir að í ljós kom að hann væri grunaður um kynferðisbrot var hann þó líka látinn hætta hjá Hagvögnum, sem eru verktakar fyrir Strætó. 6.5.2013 08:00
Fyrirtæki í eigu Disney stal íshrúti Þorsteini Úlfari Björnssyni, kvikmyndagerðarmanni og áhugaljósmyndara, brá heldur betur í brún á dögunum þegar furðuvera í líki ísbjarnar með hrútshöfuð, sem hann sjálfur hafði búið til og sett saman með aðstoð myndvinnsluforritsins Photoshop, birtist í tölvuleik sem hann var að spila. 6.5.2013 08:00
Ekkert lát á snjóþyngslum nyrðra „Það eru engin sérstök hlýindi á næstunni en það verður þó hlýrra en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Spurður hvort Norðlendingar, sem margir eru orðnir langþreyttir á snjónum, megi búast við leysingum segir Teitur að ekki megi búast við meiri snjó eftir að stytti upp síðdegis í dag. „Þá ætti ekki að snjóa meira í bili. En það þarf að fá hlýja sunnanátt til að taka snjóinn, og hún er því miður ekki sjáanleg næstu sjö, átta daga.“ 6.5.2013 08:00
Bílstjóri jeppa grunaður um ölvun „Dóttir mín, tveggja og hálfs árs, var með okkur í bílnum en blessunarlega slapp hún ótrúlega vel,“ segir Bjarki Kristjánsson. Bíll sem hann ók lenti í hörðum árekstri við jeppa við Leirubrú á Akureyri á laugardag. Í bílnum var einnig systir Bjarka. 6.5.2013 08:00
Gera upp notuð reiðhjól fyrir börn Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hófst fyrir helgi. 6.5.2013 08:00
Leggja upp úr vinalegu viðmóti Djúpavogshreppur, tæplega 500 manna sveitarfélag á sunnanverðum Austfjörðum, hefur hlotið inngöngu í Cittaslow-hreyfinguna, fyrstur byggða á Íslandi. Markmið Cittaslow-sveitarfélaga er að auka lífsgæði íbúa og leggja áherslu á sérstöðu þeirra. Verndun náttúrunnar og fegrun umhverfisins er þar í forgrunni; notkun nýjustu tækni í þágu samfélagsins, staðbundin matarmenning og framleiðsla. 6.5.2013 08:00
Eldur í Argentínu Eldur gaus upp í skorsteini veitingahússins Argentínu aðfararnótt sunnudags. 6.5.2013 07:58
Kolmunnaveiðum að ljúka Sex íslensk kolmunnaskip eru nú að veiðum suður af Færeyjum og eru einhver þeirra í sinni síðustu veiðiferð, þar sem þau eru að klára kvóta sína. 6.5.2013 07:11
Flugdólgur laus úr haldi Kona á fertugsaldri, sem lét dólgslega í flugvél Flugfélags Íslands á leið til Akureyrar síðdegis á laugardag, var útskrifuð úr fangageymslu á Akureyri að yfirheyrslum loknum í gær. 6.5.2013 07:01
Útigangsmenn í fangelsi Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þar af eru sjö heimilislausir útigangsmenn, sem ekki höfðu í önnur hús að vernda. 6.5.2013 06:57
Mjaldurinn líkur Sigmundi Davíð Mjaldur heldur sig þessa dagana á Steingrímsfirði á Ströndum og syndir þar reglubundna hringi með viðkomu á Hólmavík; að því er Bæjarins besta greinir frá. 6.5.2013 06:55
Slæm færð á Vestfjörðum Nokkrir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir eftir hríðarveður í gær og þar er víða krap á vegum. 6.5.2013 06:52
Í skugga Guðmundar og Geirfinns Hvörf eru nýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt var í Kúlunni í gærkvöld. Leikstjóri verksins og einn höfunda er Rúnar Guðbrandsson, sem fékk hugmyndina eftir samskipti við Sævar Ciesielski fyrir nítján árum. Verkið hefur tekið miklum breytingum á meðgöngunn 5.5.2013 22:00
Með fiðrildi í maganum Björt Ólafsdóttir er eitt af nýju andlitunum sem taka sæti á Alþingi. Þar mun hún sitja fyrir hönd Bjartrar framtíðar en Björt er sveitastúlka sem ólst upp á meðferðarheimili þar sem áhuginn á sálfræði kviknaði en sú reynsla gæti nýst í nýju starfi. 5.5.2013 20:30
Íslendingar eiga að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. 5.5.2013 20:02
Ný ríkisstjórn þarf að horfa til framtíðar Formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir nýja ríkisstjórn þurfa að hafa breiða skírskotun og horfa til framtíðar. Hún segir áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á skattalækkanir og niðurfellingu skulda ekki til þess fallnar að til að tryggja félagslegt réttlæti á Íslandi. 5.5.2013 18:57
Fengu sér vöfflur með kaffinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, borðuðu vöfflur með kaffinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þ. Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs. 5.5.2013 18:51
Skora á félagana að skoða strimilinn Samtök verslunar og þjónustu skora á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, að skoða strimilinn sem þeir fengu við matarinnkaupin í Krónunni í Mosfellsbæ í morgun. 5.5.2013 17:24
Spiluðu í Saturday Night Live Íslensku krakkarnir í hljómsveitinni Of Monsters and Men spiluðu í gærkvöldi í einum vinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna, Saturday Night Live. 5.5.2013 14:13
Samfylkingin lagðist gegn eignanámssátt um hluta Vatnsenda Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. 5.5.2013 13:02
Kannabisneysla eykst hjá fullorðnum Kannabisneysla dregst saman á meðal barna en eykst meðal fullorðinna. Samkvæmt nýjum mælingum félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur fjórðungur fullorðinna neytt kannabisefna. Prófessor í félags- og mannvísindum segir niðurstöðurnar koma á óvart og aukninguna vera minni en ætla mætti. 5.5.2013 13:01
Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. 5.5.2013 12:02
Keyptu saman í matinn í morgun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sáust í Krónunni í Mosfellsbæ snemma í morgun. 5.5.2013 11:25
Vonast til að ný ríkisstjórn geri allt til að koma álverinu í Helguvík í gang Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisfokksins í Suðurkjördæmi segir að ef Sjálfstæðismenn verði við stjórnvölinn í næstu ríkisstjórn vonast hún til að samstaða verði um það í þingflokknum og í ríkisstjórn að gera allt sem er á valdi stjórnvalda til að koma álverinu í Helguvík í gang. 5.5.2013 10:00
Stundvís flugfélög Síðustu misseri hefur stundvísi í millilandaflugi verið með miklum ágætum hér á landi. Á vefsíðunni Túristi.is segir að vélarnar taki þó oftar á loft á réttum tíma en þær lenda. 5.5.2013 09:56
Eldur í skorsteini Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds sem kviknaði í skorsteini á veitingahúsi við Barónsstíg. Vel gekk að slökkva eldinn og skemmdir voru ekki alvarlegar. 5.5.2013 09:54
Stjórnarmyndunarviðræður byrja í dag Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefjast í dag. 5.5.2013 09:29
Huang Nubo með einkakokk á Everest Kínverski auðkýfingurinn Huang Nubo, sem ætti að vera Íslendingum vel kunnugur, er nú á leiðinni á Everest í annað sinn. 4.5.2013 21:30