Fleiri fréttir

Bílstjórinn yfirbugaði farþegann

"Samskipti okkar fram að þessu voru búin að vera mjög fín, þetta var bara eins og þruma úr heiðskýru lofti," segir leigubílstjórinn Jón Oddur Hammer Kristinsson, sem varð fyrir árás farþega í nótt.

Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða

Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða og hefur niðurstaða starfshópsins sem vann að málinu hafa vakið athygli fræðasamfélags á alþjóðavettvangi.

Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við?

Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins.

"Á tímabili var röð út úr búðinni"

Fullt var út úr dyrum í sumum apótekum í gær og segir lyfjafræðingur hjá Lyfju daginn hafa verið einn þann stærsta upphafi þegar sala á lyfjum er skoðuð. Umdeilt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa tók gildi á miðnætti.

Aðrir flokkar gætu verið að tala saman án þess að neinn viti af því

Búist er við að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins haldi áfram að ræða við hugsanlega samstarfsaðila í dag engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru þó hafnar. Stjórnmálafræðingur telur ekkert því til fyrirstöðu að aðrir flokkar ræði hugsanlega stjórnarmyndun.

Krókódíl stolið frá Mosfellsbæ

Útskornum krókódíl úr timbri var stolið frá læstu geymslusvæði við áhaldahúsið í Mosfellsbæ fyrir skemmstu. Lýst er eftir krókódílnum á Facebook-síðu Mosfellsbæjar en þar segir að krókódíllinn sé leiktæki fyrir yngri kynslóðina og átti að setja hann í Ævintýragarðinn til að gleðja börnin.

Unglingar í Reykjanesbæ reykja og drekka síður

Unglingar í Reykjanesbæ reykja og drekka síður en unglingar á landinu. Þetta eru nýjar niðurstöður Rannsóknar og greiningar ehf. fyrir árið 2012, þar sem meðal annars samanburður fæst á milli sveitarfélaga og landssvæða.

Umdeilt kerfi tekur gildi í dag

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa tekur gildi í dag. Kerfið hefur verið mjög umdeilt. Hluti þeirra 30.000 landsmanna sem fengu lyf sín áður frítt þurfa nú að greiða fyrir þau.

Fann ekki hótelið sitt

Á fjórða tímanum í nótt þurfti lögreglan að aðstoða ferðamann sem var staddur í miðborginni og fann ekki hótelið sitt. Hótelið fannst ekki þrátt fyrir mikla leit og var ferðamanninum boðin gisting í fangageymslu sem hann þáði.

Réðst á bílstjórann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um heimilisofbeldi í Breiðholti í nótt. Kona var handtekin og vistuð í fangageymslu.

Réttindalausa hjúkkan kærð

Starfsmaður Landspítalans, sem gekk réttindalaus í störf hjúkrunarfræðings á krabbameinsdeild spítalans í tvö ár, hefur verið kærður til lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Biðlaunaréttur upp á 121 milljón króna

Ráðherrar, þingmenn og aðstoðarmenn ráðherra sem nú láta af störfum eiga rétt á biðlaunum sem nema rúmri 121 milljón króna. Nokkurra mánaða þingseta gefur rétt á þriggja mánaða biðlaunum. Önnur laun skerða biðlaunaréttinn.

Skortir fjármagn til að stöðva eyðingu

Forsætisráðuneytið fer fram á 130 milljóna aukafjárveitingu til verndunar og uppbyggingar á Þingvöllum. Verði hún ekki afgreidd er rætt um gjaldtöku á svæðið. Óttast er að vaxandi ágangur ferðamanna, allt árið um kring skilji Þingvelli eftir sem flakandi sár og víða er jarðvegurinn farinn að láta á sjá og drullusvað myndast á göngustígum.

Hluti sakborninga játar aðild að amfetamínsmygli

Tveir Litháar og einn Íslendingur neita aðild að smygli á 19,4 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa til landsins í pósti frá Danmörku. Tveir Íslendingar játa sök að hluta og tveir að hafa reynt að leysa efnin úr pósti.

Formlegar viðræður hefjast um helgina

"Ég vænti þess að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist um helgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Eyjuna í kvöld.

Íbúar í Breiðholti gætu verið kærðir

Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin.

Sigmundur Davíð ætlar að heyra í forsetanum í næstu viku

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, reiknar með að vera í ágætu sambandi við forseta Íslands áður en hann ákveður með hverjum hann gengur til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Hann ætlar að flýta sér hægt og gerir ekki ráð fyrir að heyra í forsetanum um málið fyrr en í seinni hluta næstu viku.

Fá úrræði fyrir börn og unglinga sem fremja alvarleg afbrot

Fá úrræði eru fyrir börn og unglinga hér á landi sem fremja alvarleg afbrot, eins og tilraun til manndráps, annað en afplánun á meðferðarheimili. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir að koma þurfi upp öryggisvistun sem hæfir ungmennum.

Vatnsendi ekki í eigu Þorsteins - 45 ára gömlum deilum lokið

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár.

Vinna að því að kæla gaskútana - búið að opna inn í hverfið

Búið er að opna inn í iðnaðarhverfið við Ásvelli í Hafnarfirði en þar var allt lokað vegna sprengihættu skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Slökkviliðsmenn slökktu eld í iðnaðarhúsnæði á Gjáhellu en þar stórir gaskútar voru þar einnig og myndaðist stórhætta vegna þeirra.

Búið að slökkva eldinn - sprengihætta enn til staðar

Öllu aðgengi inn í iðnaðarhverfið við Ásvelli í Hafnarfirði hefur verið lokað af lögreglu vegna sprengihættu sem myndaðist þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Gjáhellu. Þar voru gaskútar sem mögulega gátu sprungið.

Eldur í gasi í Hafnarfirði

Mikill viðbúnaður er í Gjáhellu í Hafnarfirði vegna elds í iðnaðarhúsnæði þar. Hefur Hellusvæðinu öllu verið lokað.

Telur reglugerðina brot á EES-samningnum

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir reglubreytingar á jarðarkaupum erlendra aðila á Íslandi. Innanríkisráðherra segir reglugerðina hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag.

Rannsókn um samskipti á Facebook kynnt

Um helgina verður haldin Þjóðfélagsráðstefna við Háskólann á Bifröst þar sem yfir hundrað fyrirlestrar verða og margar nýjar rannsóknir kynntar.

Bættu 18 milljónum við lán í skuldaskjóli

Kona féll frá því að semja við Dróma um greiðslur af húsnæðisláni þegar í ljós kom að bætt var við lánið tæplega 18,5 milljónum króna í dráttarvexti. Umboðsmaður skuldara segir ekki mega leggja dráttarvexti á tímabil þegar lán voru í skuldaskjóli.

Eðvarð fór til Glasgow

Eðvarð Guðmannsson, sem lögreglan lýsti eftir í gær, fór til Glasgow. Nú þegar lögreglan veit hvað varð af honum hefur leitin verið afturkölluð.

Ólína í atvinnuleit

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður bíður ekki boðanna og auglýsir eftir nýrri vinnu. Hún segir sjálfhætt í pólitíkinni eftir að hún datt út af þingi en hún ætlar að hafa skoðanir á þjóðmálum eftir sem áður.

Grunaðir smyglarar svara til saka

Ákæra var þingfest í morgun á hendur sjömenningum sem grunaðir eru um að hafa flutt inn 20 kíló af amfetamíni og 17 kíló af amfetamínbasa í byrjun ársins. Þetta er eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi í marga mánuði. Tíu manns voru handteknir á rannsóknarstigi málsins. Sex af þeim sættu gæsluvarðhaldi og voru fimm þeirra, auk tveggja annarra ákærðir. Tollvörður, sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi, var ekki ákærður.

Skoppa og Skrítla mæta á hjólasöfnun

Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á

Bílveltur á Reykjanesbraut

Engin slasaðist þegar tveir bílar ultu með skömmu millibili út af Reykjanesbraut í Kúagerði á sjötta tímanum i morgun, en flughált var á brautinni.

Strandveiðibátur í klandri

Strandveiðibátur var dreginn til hafnar á Patreksfirði í gærkvöldi eftir að stýrisbúnaður bátisns bilaði og hann gat aðeins siglt í hringi.

Færri fara hringinn

Umferð um hringveginn dróst saman um 4,6 prósent í apríl, samanborið við sama mánuð í fyrra.

Sjóstöng á Vestfjörðum

Fyrstu hópar útlendinga mættir til að veiða á sjóstöng; þann gula, hlýra, steinbít og það sem bítur á.

Forsetinn keypti fyrsta armbandið

Sala á armböndum til styrktar ADHD-samtökunum hófst í gær en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, keypti fyrsta armbandið við formlega athöfn á Bessastöðum. Salan á armböndum er liður í fjáröflun samtakanna en um leið er vakin athygli á starfi samtakanna og stöðu einstaklinga með ADHD.

Sigmundur segir enga fundi tímasetta

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að engir fundir hefðu verið tímasettir í dag um hugsanlega stjórnarmyndun. „Menn eru að skoða málin og munu eflaust heyrast í framhaldi af því,“ sagði Sigmundur í svari til Fréttablaðsins.

Raflost gæti bætt framtíðarsýnina

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, var aðeins 19 ára gamall þegar hann fékk greiningu um að hann væri haldinn sjúkdómnum RP, eða Retinitis pigmentosa. Um hrörnunarsjúkdóm er að ræða sem minnkar sjónsviðið smátt og smátt. Sjón hans er takmörkuð við þröngan geisla niður fyrir tærnar á honum og til að sjá beint fram horfir hann upp á við. Helgi tekur nú þátt í tilraunaverkefni í háskólanum í Tübingen í Þýskalandi, þar sem rafstraumi er beint í augað í von um að sjónsviðið víkki.

Sjá næstu 50 fréttir