Innlent

Útigangsmenn í fangelsi

Sjö útigangsmenn fengu inni hjá lögreglu í nótt.
Sjö útigangsmenn fengu inni hjá lögreglu í nótt.
Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þar af eru sjö heimilislausir útigangsmenn, sem ekki höfðu í önnur hús að vernda.

Þar var einnig ölvaður ökumaður sem ók á ljósastaur á Seltjarnarnesi á öðrum tímanum í nótt og kona, sem réðst á starfsmann veitingahúss í miðborginni laust fyrir miðnætti. Þegar lögregla kom á vettvang réðst hún gegn lögreglumönnunum, sem yfirbuguðu hana. Og loks var þar ölvaður karlmaður, sem rotaði mann á veitingahúsi og hvarf á braut á bíl sínum. Lögregla hafði upp á honum og handtók hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×