Innlent

Eldur í skorsteini

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds sem kviknaði í skorsteini á veitingahúsi við Barónsstíg. Vel gekk að slökkva eldinn og skemmdir voru ekki alvarlegar.

Miklar annir voru hjá Slökkviliðiðinu nótt. Sjúkraflutningamenn voru kallaðir út í þrjátíu sjúkraflutninga sem er með því mesta sem gerist á einni nóttu, um ýmiskonar smáslys og veikinda var um að ræða.

Þá var dælubíllinn kallaður nokkrum sinnum út, meðal annars þurfti að sinna olíuleka vegna bílveltu á Sæbraut  og vatnsleka í húsi í Hafnarfirði, sem var minniháttar.

Nóttinn var að mestu tíðindalaus hjá lögreglunni um land allt, á Akureyri voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×