Innlent

Greiðir 700 þúsund fyrir að hafa flutt úr til landsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn flutti tæplega þriggja milljóna króna úr til landsins.
Maðurinn flutti tæplega þriggja milljóna króna úr til landsins. Mynd/ Getty.
Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 713 þúsund króna sekt fyrir að hafa flutt lúxusúr með sér til landsins án þess að gera grein fyrir því við tollgæsluna. Úrið er af gerðinni Hublot og var 2,8 milljóna króna virði. Tollverðir fundu vöruna við leit á ákærða.

Maðurinn játaði sök. Auk þess sem hann mun þurfa að greiða 713 þúsund krónur í sekt verður úrið gert upptækt, eftir því sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×