Innlent

Stjórnarmyndunarviðræður byrja í dag

Sigmundur Davíð og Bjarni Ben munu eflaust tala saman en ekki eiga samskipti á Facebook í símanum, eins og þeir gætu hugsanlega verið að gera á þessari mynd.
Sigmundur Davíð og Bjarni Ben munu eflaust tala saman en ekki eiga samskipti á Facebook í símanum, eins og þeir gætu hugsanlega verið að gera á þessari mynd. Mynd/Daníel
Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefjast í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi mögulegt að ná samkomulagi við sjálfstæðismenn um skuldamál heimilanna. Það ásamt niðurstöðu kosninganna og að flokkarnir væru að koma úr stjórnarandstöðu hefði ráðið mestu um að hann valdi Sjálfstæðisflokkinn.

Rúm vika er nú frá kosningum en á þriðjudaginn fékk Sigmundur umboð til stjórnarmyndunar frá Ólafi Ragnari Grímssyni forsta Íslands.

Sigmundur segir ómögulegt að segja hversu langan tíma viðræðurnar geti tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×