Innlent

Kolmunnaveiðum að ljúka

Menn búa sig nú til makríl- og síldveiða.
Menn búa sig nú til makríl- og síldveiða.
Sex íslensk kolmunnaskip eru nú að veiðum suður af Færeyjum og eru einhver þeirra í sinni síðustu veiðiferð, þar sem þau eru að klára kvóta sína.

Sjómenn segjast hafa þurft að hafa mikið fyrir aflanum, því þrálátar brælur hafi geysað á miðunum og hafi skipin hvað  eftir annað þurft að leita vars við Færeyjar. Um leið og skipin ljúka við kolmunnakvótann verða þau búin undir makríl- og síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×