Innlent

Ekkert lát á snjóþyngslum nyrðra

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Þó svo að sumarið sé komið að nafninu til er einhver bið í að Norðlendingar losni við snjóinn.
Þó svo að sumarið sé komið að nafninu til er einhver bið í að Norðlendingar losni við snjóinn.
„Það eru engin sérstök hlýindi á næstunni en það verður þó hlýrra en hefur verið undanfarnar vikur, “ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Spurður hvort Norðlendingar, sem margir eru orðnir langþreyttir á snjónum, megi búast við leysingum segir Teitur að ekki megi búast við meiri snjó eftir að stytti upp síðdegis í dag. „Þá ætti ekki að snjóa meira í bili. En það þarf að fá hlýja sunnanátt til að taka snjóinn, og hún er því miður ekki sjáanleg næstu sjö, átta daga.“

Það er bjartara yfir Vestfjörðum ef marka má Teit, en þar gæti hitastigið farið yfir tíu stig um miðja vikuna. „Það er heldur hlýrra almennt yfir landinu en hefur verið, en það kólnar síðan aftur yfir helgina með frekar kaldri vætu. Það má því búast við heldur betra veðri en hefur verið undanfarið en það verður samt ekkert til að hrópa húrra fyrir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×