Innlent

Framsóknarflokkurinn myndi endurheimta borgarfulltrúann sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá borgarstjórnarfundi.
Frá borgarstjórnarfundi. Mynd/ Hari.
Framsóknarflokkurinn myndi endurheimta mann sinn í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta sýna niðurstöður Capacent Gallupkönnunar, sem RÚV greinir frá í dag. Framsóknarflokkurinn var með einn mann kjörinn í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Þá var Björn Ingi Hrafnsson kjörinn fulltrúi en hann sagði af sér og við tók Óskar Bergsson.

Samkvæmt niðurstöðum Capacent könnunarinna fengi Besti flokkurinn fimm menn kjörna af fimmtán fulltrúum og Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm. Samfylkingin fengi þrjá menn og VG einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×