Innlent

Bjarni sótti Svanhildi á Melhagann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson er farinn til fundar við framsóknarmenn með Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni sínum.
Bjarni Benediktsson er farinn til fundar við framsóknarmenn með Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni sínum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sótti Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmann sinn, heim til hennar á Melhaga í Vesturbænum í morgun. Þetta hefur Vísir samkvæmt upplýsingum frá vegfaranda sem staddur var í Melhaganum.

Þaðan héldu þau svo austur í Árnessýslu þar sem fundarhöld fara fram með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Jóhannesi Skúlasyni, aðstoðarmanni hans, á afviknum stað, eins og heimildarmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis orðaði það.

Eins og fram hefur komið eru ekki fleiri menn sem koma að stjórnarmyndunarviðræðunum núna en líklegt þykir að formenn og þingflokksformenn flokkanna muni taka þátt þegar fram sækir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×