Skattar og ríkisfjármál rædd yfir pönnsum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. maí 2013 22:52 Formennirnir fengu pönnukökur með kaffinu í dag. Mynd/Svanhildur Hólm Fundi formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er lokið í dag og eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson á leið í bæinn. Þetta var annar fundur formannanna í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra, og hafa þeir hreiðrað um sig í sumarbústað við Þingvallavatn ásamt aðstoðarmönnum sínum. „Við höfum byrjað á því að ræða þessi ár sem eru framundan. Hvað sé mikilvægast að hafa í huga og hvaða ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera til þess að örva hagkerfið og loka fjárlagagatinu,“ segir Bjarni í samtali við fréttamann Vísis eftir það sem hann segir hafa verið árangursríkan fund. „Við erum ekki farnir að ræða útfærslur í neinum smáatriðum en tíminn hefur nýst vel til að fara yfir stóru myndina.“ Bjarni segir góðan samhljóm með þeim Sigmundi Davíð í helstu málaflokkum, og ríkisfjármál, skattar og efnahagsmál hafi verið rædd í víðu samhengi í dag. Enn eigi þeir eftir að fara nánar ofan í einstök atriði á borð við skuldamál heimilanna. Hann segist þó vongóður um að þeir muni ná saman í þeim málaflokki sem öðrum. „Það sem sameinar flokkana í skuldamálunum er að báðir flokkar telja nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að létta undir með heimilunum og taka á skuldavandanum. Það gefur mér ástæðu til að ætla að okkur muni takast að finna sameiginlegan flöt á því máli.“Einn dagur tekinn í einu Aðspurður hvort formennirnir hafi rætt skiptingu ráðuneyta og sjálft forsætisráðherraembættið segir Bjarni svo ekki vera. „Við höfum ekkert ákveðið varðandi fjölda ráðuneyta eða skiptingu þeirra milli flokkana í neinu samhengi. Það er vissulega hluti af þessum viðræðum og það kemur að því að við tökum á þeim málum, en fyrst þurfa menn að ná sameiginlegri sýn á málefnin.“ Bjarni segir formennina ekki hafa sett sér strangan tímaramma á viðræðurnar og þeir taki einn dag í einu. „Þó er það mitt mat að öðru hvorum megin við helgina hljóti að vera hægt að fá skýra mynd á niðurstöðuna.“ Greint var frá því í fyrradag að formennirnir hefðu gætt sér á vöfflum með kaffinu, og í dag voru það pönnukökur sem urðu fyrir valinu. Bjarni veit ekki hvað verður á boðstólnum á fundi morgundagsins. „Ætli við fáum okkur ekki bara flatkökur á morgun þá.“ Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Fundi formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er lokið í dag og eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson á leið í bæinn. Þetta var annar fundur formannanna í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra, og hafa þeir hreiðrað um sig í sumarbústað við Þingvallavatn ásamt aðstoðarmönnum sínum. „Við höfum byrjað á því að ræða þessi ár sem eru framundan. Hvað sé mikilvægast að hafa í huga og hvaða ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera til þess að örva hagkerfið og loka fjárlagagatinu,“ segir Bjarni í samtali við fréttamann Vísis eftir það sem hann segir hafa verið árangursríkan fund. „Við erum ekki farnir að ræða útfærslur í neinum smáatriðum en tíminn hefur nýst vel til að fara yfir stóru myndina.“ Bjarni segir góðan samhljóm með þeim Sigmundi Davíð í helstu málaflokkum, og ríkisfjármál, skattar og efnahagsmál hafi verið rædd í víðu samhengi í dag. Enn eigi þeir eftir að fara nánar ofan í einstök atriði á borð við skuldamál heimilanna. Hann segist þó vongóður um að þeir muni ná saman í þeim málaflokki sem öðrum. „Það sem sameinar flokkana í skuldamálunum er að báðir flokkar telja nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að létta undir með heimilunum og taka á skuldavandanum. Það gefur mér ástæðu til að ætla að okkur muni takast að finna sameiginlegan flöt á því máli.“Einn dagur tekinn í einu Aðspurður hvort formennirnir hafi rætt skiptingu ráðuneyta og sjálft forsætisráðherraembættið segir Bjarni svo ekki vera. „Við höfum ekkert ákveðið varðandi fjölda ráðuneyta eða skiptingu þeirra milli flokkana í neinu samhengi. Það er vissulega hluti af þessum viðræðum og það kemur að því að við tökum á þeim málum, en fyrst þurfa menn að ná sameiginlegri sýn á málefnin.“ Bjarni segir formennina ekki hafa sett sér strangan tímaramma á viðræðurnar og þeir taki einn dag í einu. „Þó er það mitt mat að öðru hvorum megin við helgina hljóti að vera hægt að fá skýra mynd á niðurstöðuna.“ Greint var frá því í fyrradag að formennirnir hefðu gætt sér á vöfflum með kaffinu, og í dag voru það pönnukökur sem urðu fyrir valinu. Bjarni veit ekki hvað verður á boðstólnum á fundi morgundagsins. „Ætli við fáum okkur ekki bara flatkökur á morgun þá.“
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira