Innlent

Stundvís flugfélög

visir/valli
Síðustu misseri hefur stundvísi í millilandaflugi verið með miklum ágætum hér á landi. Á vefsíðunni Túristi.is segir að vélarnar taki þó oftar á loft á réttum tíma en þær lenda.

Á því varð engin breyting á seinni hluta aprílmánaðar. Brottfarir Icelandair og Wow Air fóru samkvæmt áætlun í níu af hverjum tíu tilfellum en komum seinkaði oftar. Icelandair lenti vélum sínum á réttum tíma í 80% tilfella en WOW air og Easy Jet í 86% tilfella, að því er fram kemur á vefsíðunni.

Stundvísasta flugvélag í Evrópu lendir vélum sínum á réttum tíma í 89,35% tilfella, en það er pólska flugfélagið LOT.

Vefsíða Túrista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×