Innlent

Kannabisneysla eykst hjá fullorðnum

mynd/Getty
Kannabisneysla dregst saman á meðal barna en eykst meðal fullorðinna. Samkvæmt nýjum mælingum félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur fjórðungur fullorðinna neytt kannabisefna. Prófessor í félags- og mannvísindum segir niðurstöðurnar koma á óvart og aukninguna vera minni en ætla mætti.

Doktor Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, kynnti rannsóknarniðurstöðurnar á þjóðfélagsráðstefnunni sem haldin var í Háskólanum á Bifröst í gær.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang kannabisneyslu meðal fullorðinna Íslendinga. Slík neysla meðal barna undir átján ára hefur verið könnuð margoft en sjaldnar meðal fullorðinna.

Í mælingu núna í febrúar sagðist tæplega fjórðungur fullorðinna hafa prófað efnið og um átta prósent oftar en tíu sinnum og tæplega þrjú prósent síðustu mánuði fyrir mælingu. Heildarfjöldi virkra neytenda kannbisefna er því á bilinu átta til tíu þúsund.

Neyslan er að langmestu bundin við yngri hópa, 18 til 29 og 30 til 39, en er óveruleg í eldri hópum.

„Það sem virðist vera einkennandi fyrir neysluna er forvitni, tilraunamennska. Margir eru tilbúnir að prófa þessi efni en vananeytendur eru mun fámennari hópur," segir Helgi. „Langflestir virðast hætta þessu þegar aldur og ábyrgð færast yfir."

Helgi bendir á að þessu aukning meðal eldri neytenda sé lítil og mun í raun mun minni en ætla mætti, þá sérstaklega þegar tíðar fréttir af grasræktun berast ásamt opinskárri umræðum um kannabisnotkun.

„Ég hefði búist við heldur meira umfangi neyslunnar og kannski ekki eingöngu meðal yngri hópa heldur einnig meða eldri aldurshópa líka," segir Helgi.

„En aukningin virðist ekki vera mjög mikil. Miðað við 2002 vorum 20 própsent sem prófuðu efnin en við erum að tala um fjórðung núna. Þannig að það er einhver aukning. Heldur fleiri sem segjast hafa prófað efnði en ef við skoðum neyslu síðustu se mánaða þá er aukningin hverfandi. Og það kemur sannarlega á óvart."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×