Innlent

Ætla að byrja að tala saman fyrir hádegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla að halda áfram að tala saman í dag.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla að halda áfram að tala saman í dag. Mynd/ Vilhelm.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, munu hefja fundarhöld upp úr klukkan ellefu, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Þeir óku saman, ásamt aðtoðarmönnum sínum, út fyrir borgarmörkin í gær og funduðu fram á kvöld. Litlar upplýsingar hafa borist af fundarhöldum gærdagsins annað en það að verslað var í Krónunni og menn gæddu sér á vöfflum með kaffinu.

Fátt hefur frest í dag, annað en að málefnin verða rædd á breiðum grundvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×