Innlent

Spiluðu í Saturday Night Live

Í þættinum í gær
Í þættinum í gær
Íslensku krakkarnir í hljómsveitinni Of Monsters and Men spiluðu í gærkvöldi í einum vinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna, Saturday Night Live.

Hljómsveitin spilaði lögin Little talks og Mountain sound, af plötunni My head is an animal.

Það er óhætt að segja að hljómsveitin sé að slá í gegn en hún er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Krakkarnir spila svo á tónleikum nánast um allan heim alveg fram í byrjun september.

Leikarinn Zach Galifianakis, sem er hvað þekktastur úr bíómyndinni Hangover, var þáttastjórnandi.

Hægt er að horfa á hljómsveitin spila í þættinum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×