Fyrirtæki í eigu Disney stal íshrúti Hanna Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2013 08:00 Íshrúturinn eða Polar sheep eins og Þorsteinn Úlfar kallar furðuveruna sem hann bjó til. Mynd/Þorsteinn úlfar Björnsson Þorsteini Úlfari Björnssyni, kvikmyndagerðarmanni og áhugaljósmyndara, brá heldur betur í brún á dögunum þegar furðuvera í líki ísbjarnar með hrútshöfuð, sem hann sjálfur hafði búið til og sett saman með aðstoð myndvinnsluforritsins Photoshop, birtist í tölvuleik sem hann var að spila. Tölvuleikurinn heitir Gardens of Time og er frá fyrirtæki sem heitir Playdom og er í eigu Disney. Þorsteinn setti myndina af furðuverunni inn á ljósmyndavefinn Flickr.com í júlí 2008 undir yfirskriftinni „Polar Sheep?“. Íshrútinn hannaði hann upphaflega fyrir auglýsingu. Á spjallborði á vefnum ljósmyndakeppni.is lýsir Þorsteinn því hvernig hann sá íshrútinn fyrir einskæra tilviljun þar sem hann sat og spilaði tölvuleikinn. „Þegar ég var búinn að spila þennan leik og kominn í 10. borð missti ég andlitið. Þar var helvísk ísrollan kominn sem hluti af leiknum og meira að segja kölluð sama nafni og á Flickrinu mínu eða Polar Sheep? Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að Disney og/eða Playdom höfðu ekki samband við mig varðandi notkun, sem hefði verið auðvelt fyrir þá þar sem netfangið mitt kemur fram á Flickrinu.“ Þorsteinn Úlfar hafði samband við lögmann og var í kjölfarið boðinn samningur frá Disney þar sem farið var fram á að hann afsalaði sér öllum rétti til myndarinnar. Á spjallinu segir Þorsteinn að Disney hafi boðist til að borga honum 1.300 dollara, eða um 150.000 krónur, fyrir að ljúka málinu í góðu. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn skrifað undir samning við Disney en í honum er jafnframt ákvæði um að hann tali ekki um samninginn eða málið opinberlega. Þorsteinn tjáði sig hins vegar á spjallþræðinum áður en hann skrifaði undir samninginn og var þá ekki mjög hrifinn. „Svo á ég að halda kjafti og ekki ræða þetta við nokkurn mann. Þá ætla þeir að senda lögfræðinga á mig. Aukinheldur sem ég á að láta frá mér allan rétt til að sækja þá til saka ef þeir brjóta samkomulagið,“ skrifaði hann þar. Eins segist hann þar ósáttur við upphæðina sem þeir buðu honum eftir að hafa stolið myndinni. „Hefði verið sáttur með 1.300 dollara ef þeir hefðu spurt um leyfi. Jafnvel minna. En þeir stálu myndinni og það er ég ósáttur við.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Þorsteini Úlfari Björnssyni, kvikmyndagerðarmanni og áhugaljósmyndara, brá heldur betur í brún á dögunum þegar furðuvera í líki ísbjarnar með hrútshöfuð, sem hann sjálfur hafði búið til og sett saman með aðstoð myndvinnsluforritsins Photoshop, birtist í tölvuleik sem hann var að spila. Tölvuleikurinn heitir Gardens of Time og er frá fyrirtæki sem heitir Playdom og er í eigu Disney. Þorsteinn setti myndina af furðuverunni inn á ljósmyndavefinn Flickr.com í júlí 2008 undir yfirskriftinni „Polar Sheep?“. Íshrútinn hannaði hann upphaflega fyrir auglýsingu. Á spjallborði á vefnum ljósmyndakeppni.is lýsir Þorsteinn því hvernig hann sá íshrútinn fyrir einskæra tilviljun þar sem hann sat og spilaði tölvuleikinn. „Þegar ég var búinn að spila þennan leik og kominn í 10. borð missti ég andlitið. Þar var helvísk ísrollan kominn sem hluti af leiknum og meira að segja kölluð sama nafni og á Flickrinu mínu eða Polar Sheep? Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að Disney og/eða Playdom höfðu ekki samband við mig varðandi notkun, sem hefði verið auðvelt fyrir þá þar sem netfangið mitt kemur fram á Flickrinu.“ Þorsteinn Úlfar hafði samband við lögmann og var í kjölfarið boðinn samningur frá Disney þar sem farið var fram á að hann afsalaði sér öllum rétti til myndarinnar. Á spjallinu segir Þorsteinn að Disney hafi boðist til að borga honum 1.300 dollara, eða um 150.000 krónur, fyrir að ljúka málinu í góðu. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn skrifað undir samning við Disney en í honum er jafnframt ákvæði um að hann tali ekki um samninginn eða málið opinberlega. Þorsteinn tjáði sig hins vegar á spjallþræðinum áður en hann skrifaði undir samninginn og var þá ekki mjög hrifinn. „Svo á ég að halda kjafti og ekki ræða þetta við nokkurn mann. Þá ætla þeir að senda lögfræðinga á mig. Aukinheldur sem ég á að láta frá mér allan rétt til að sækja þá til saka ef þeir brjóta samkomulagið,“ skrifaði hann þar. Eins segist hann þar ósáttur við upphæðina sem þeir buðu honum eftir að hafa stolið myndinni. „Hefði verið sáttur með 1.300 dollara ef þeir hefðu spurt um leyfi. Jafnvel minna. En þeir stálu myndinni og það er ég ósáttur við.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira