Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB mun fara fram "En við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, verðandi forsætisráðherra. 22.5.2013 11:59 Formennirnir kynna stjórnarsáttmálann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins héldu stutt erindi fyrir fréttamenn á fundi í Héraðsskólanum á Laugarvatni áður en þeir undirrituðu stjórnarsáttmála ríkisstjórnar flokkanna beggja. Bjart var yfir mönnum, enda veðrið með besta móti. 22.5.2013 11:49 Krónan framtíðargjaldmiðill Íslendinga "Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð," segir í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn flokkanna, eru að kynna að Laugarvatni. Þar segir jafnframt að renna þurfi styrkari stoðum undir peningastefnuna með traustri hagstjórn sem taki mið af aðstæðum og hagsveiflum. 22.5.2013 11:17 Sauðburður stendur sem hæst Þessa dagana stendur yfir mikill annatími hjá sauðfjárbændum um land allt. Sauðburðurinn stendur sem hæst og fólk þarf að vakta kindurnar allan sólarhringinn, því ærnar þurfa í flestum tilfellum hjálp frá manninum við að bera. 22.5.2013 11:15 Ólafur Ragnar ánægður með Sigmund Davíð Ólafur Ragnar Grímsson er ánægður með að Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafi tekist að mynda ríkisstjórn á svo skömmum tíma og raun ber vitni. 22.5.2013 10:11 Blaðamannafundurinn í beinni á Vísi Blaðamannafundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 22.5.2013 10:09 Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22.5.2013 10:03 Furðar sig á gamaldags hugmyndum ungra manna Svandís Svavarsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, segir hættu á að verndarsjónarmiðin verði undir í ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar. 22.5.2013 09:49 Stjórnarsáttmálinn kynntur í skóla Jónasar frá Hriflu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er nú staddur á Bessastöðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. 22.5.2013 09:13 Sigmundur Davíð fundaði með forsetanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra, er mættur til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastöðum. Þar mun hann gera forsetanum grein fyrir niðurstöðu stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Að loknum fundi munu forsetinn og Sigmundur Davíð gera fjölmiðlum grein fyrir fundi sínum. Síðan heldur Sigmundur Davíð að Héraðsskólanum að Laugarvatni þar sem hann og Bjarni Benediktsson munu gera grein fyrir stjórnarsáttmálanum. 22.5.2013 09:13 Vélarbilun út af Skrúði Lóðsbáturinn frá Reyðarfirði er nú að draga 30 tonna línubát með nokkurra manna áhöfn til hafnar, eftir að vélin bilaði í bátnum þegar hann var út af Skrúð í nótt. 22.5.2013 07:28 Árás í Vesturbænum Tveir aðilar brutu upp hurð á íbúð í Vesturborginni á öðrum tímanum í nótt, ruddust þar inn og réðust á húsráðanda. 22.5.2013 07:01 Færri ráðherrar Framsóknar Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra og Framsóknarflokkurinn fjóra í nýrri ríkisstjórn. Ekki verður skipaður sérstakur umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. 22.5.2013 06:00 Varúðar ekki gætt á vatnsverndarsvæðinu Ekki var staðið rétt að uppsetningu olíugeymis við Þríhnúkagíga í Bláfjöllum, samkvæmt úttekt Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Umhverfisráðherra hefur, að beiðni OR, boðað hagsmunaðila á fund um málið, sem fram fer á miðvikudag í næstu viku. 22.5.2013 06:00 Geðsjúka fíkla vantar húsnæði utan Klepps Sjö af tíu sjúklingum á legudeild Klepps bíða eftir framhaldsbúsetuúrræðum utan deildarinnar. Aðstæður sjúklinga á deildinni hafa lítið sem ekkert breyst síðan Fréttablaðið fjallaði um málið fyrir meira en hálfu ári. 22.5.2013 06:00 Lífshættulegt fyrir börn að sofa uppi í Niðurstaða nýrrar breskrar rannsóknar leiðir í ljós að ungabörn sem sofa uppi í hjá foreldrum sínum eru fimm sinnum líklegri til að deyja vöggudauða en börn sem sofa ein í rúmi. 22.5.2013 06:00 Lögmaður útskrifast sem leiðsögumaður "Ég er nú ekki að skipta um starfsgrein, menn geta verið alveg rólegir,“ segir Helgi Jóhannesson, landsþekktur hæstaréttarlögmaður og nú nýútskrifaður gönguleiðsögumaður. 22.5.2013 06:00 Vegur um Gálgahraun þrátt fyrir deilur Ekki verður horfið frá áformum um lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vegagerðarinnar sem Ögmundur Jónasson kallaði eftir í mars. Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarsinni, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. 22.5.2013 06:00 Staðið verði við uppbyggingu Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir mikilvægt að standa við uppbyggingaráform um ný hjúkrunarrými við Sléttuveg í Reykjavík. 22.5.2013 06:00 Konan kærði nauðgunina í gær Lögreglumál Konan sem sakar þekktan glæpamann um að hafa nauðgað sér og varð kveikjan að líkamsárásinni í Ystaseli á föstudag hefur lagt fram kæru gegn manninum. 22.5.2013 06:00 Ekkert meirihlutasamstarf án heilinda "Það segir sig sjálft að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að starfa af heilindum í þessum meirihluta þá er náttúrlega enginn meirihluti,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi. 22.5.2013 06:00 Þrengt að hrefnuveiðimönnum Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, gaf í gær út reglugerð þess efnis að griðasvæði hvala í Faxaflóa stækkaði. 22.5.2013 06:00 Leiðin niður er ekki síður erfið Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Geir Gissurarson náði þeim merka áfanga að klífa upp á topp Everest-fjallsins í gær og er lagður af stað niður fjallið aftur. Hann staldraði stutt við á toppnum. Haraldur Örn Ólafsson Everest-fari segir leiðina niður erfiða. "Leiðin niður er ekki síður erfið. Það er gríðarlega mikilvægt að menn nái að halda einbeitingunni á leiðinni niður. Nú byrjar að reyna verulega á andlegu hliðina.“ 22.5.2013 06:00 Verðbólgan ekki verið minni í tvö ár Tólf mánaða verðbólga stendur í stað í 3,3 prósentum í maí samkvæmt nýjum spám greiningardeilda Arion banka og Íslandsbanka. 22.5.2013 06:00 Svandís og Helgi kjörin Helgi Hjörvar var í gær kjörinn nýr formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Helgi skipaði annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Oddný G. Harðardóttir var kjörin varaformaður þingflokksins og Kristján L. Möller ritari. 22.5.2013 06:00 Segist alltaf hafa trúað því að sonur sinn færi í pólitík "Ég treysti honum mjög vel að sinna þessu af alúð, festu og sanngirni,“ sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formann Framsóknarflokksins, spurður hvernig honum litist á að sonur hans væri að fara fyrir nýrri ríkisstjórn. 21.5.2013 23:38 Framsóknarflokkurinn byrjar með fjóra ráðherra Framsóknarflokkurinn mun byrja með fjóra ráðherra samkvæmt heimildum fréttastofu. 21.5.2013 23:18 Verðandi forsætisráðherra: Gengið í að leysa óleyst vandamál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gengi annarsvegar út að leysa óleyst vandamál sem hafa verið í biðstöðu árum saman, eins og Sigmundur orðar það. 21.5.2013 23:05 Hanna Birna gerir fastlega ráð fyrir ráðherraembætti Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fund flokksráðsins fyrr í kvöld hafa verið afar góðan. Spurð hvað felist í nýjum stjórnarsáttmála sem var samþykktur á fundinum, svarar Hanna Birna: "Það felst ný von í honum og breyting á íslensku samfélagi.“ 21.5.2013 22:47 Ráðherraskipan ákveðin annað kvöld - ekkert gefið í þeim efnum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ráðherraskipan innan flokksins verði ákveðin á þingflokksfundi annað kvöld. 21.5.2013 22:23 Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra Bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur fá fimm ráðuneyti. 21.5.2013 21:09 Aðgerðarhópur gegn ESB fagnar myndun „fullveldisstjórnar“ Fundir Flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í Valhöll og Miðstjórn Framsóknarflokksins í Rúgbrauðsgerðinni, eru byrjaðir, en þar verður nýr stjórnarsáttmáli kynntur fyrir félagsmönnum og atkvæði greidd um hann. Aðgerðarhópur gegn aðild að Evrópusambandinu hefur tekið sér stöðu fyrir utan báða fundarstaðina en samkvæmt einum í hópnum er verið að fagna því að verið sé að mynda "fullveldisstjórn“. 21.5.2013 20:42 Ný ríkisstjórn kynnt á Laugarvatni á morgun Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa boðið til blaðamannafundar á Laugarvatni klukkan 11:15 á morgun. Á fundinum munu formennirnir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson undirrita stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins auk þess sem efni hennar verður kynnt þá. 21.5.2013 20:07 Þarf að auka aga og skerpa á vinnubrögðum samningsaðila Breytinga er þörf á því hvernig staðið er að gerð kjarasamninga og nauðsynlegt er að auka aga og skerpa vinnubrögð samningsaðila. Þetta er niðurstaða vinnuhóps samtaka launafólks og vinnuveitenda sem rýnt hefur í kjarasamningagerð á Norðurlöndunum. 21.5.2013 19:48 Ráðherra segist fara bil beggja Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra stækkaði í dag bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa. Forkastanleg vinnubrögð, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks, enda sé verið að taka burt svæði þar sem áttatíu prósent hrefnunnar hafi veiðst. Ráðherrann segist hafa farið bil beggja. 21.5.2013 19:30 Hart deilt um vegaframkvæmdir við Gálgahraun Gagnrýnendur færslu Álftanesvegar um Gálgahraun segja að ekki hafi verið farið að tilmælum innanríkisráðherra sem vildi að forsendur framkvæmdarinnar yrðu endurskoðaðar. Bæjarstjórn Garðabæjar og Vegagerðin telja ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun um verkframkvæmdir við veginn. Að öllu óbreyttu hefjast framkvæmdir í lok mánaðarins. 21.5.2013 19:12 Ráðuneytum verður fjölgað - stjórnarsáttmáli kynntur í kvöld Bæði ráðuneytum og ráðherrum verður fjölgað með nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmáli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekur meðal annars á skuldamálum heimilanna. Hann verður kynntur flokksmönnum í kvöld og hittir formaður Framsóknarflokksins svo forsetann á morgun. 21.5.2013 18:26 Nauðgaði félaga sínum Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að nauðga vini sínum. Hinn dæmdi átti afmæli þegar brotið átti sér stað í desember árið 2012. Sama kvöld viðurkenndi hann fyrir félögum sínum í afmælinu að hann væri tvíkynhneigður og tóku þeir því vel samkvæmt dómsorði. 21.5.2013 17:46 Íslenski dansflokkurinn og sinfónían saman í fyrsta sinn í Eldborg Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands fara í eina sæng á Listahátíð í Reykjavík um helgina. Þar munu þau flytja tvö af frægustu danstónverkum tónskáldsins Igors Stravinskis á Eldborgarsviði. Þetta verður í fyrsta sinn sem dansflokkurinn og sinfónían vinna saman í Hörpu. 21.5.2013 16:36 Forsetinn boðar Sigmund Davíð á fund Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun eiga fund á morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, þar sem væntanlega verður farið yfir niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðna Sigmundar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. 21.5.2013 16:20 Óskað eftir vitnum að umferðarslysi Ekið á gangandi vegfaranda í Skipholti. 21.5.2013 16:12 Griðland hvala stækkað Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra hefur ákveðið að stækka verulega griðasvæði Faxaflóa þannig að svæðið nái frá Garðskagavita og í beina línu að Skógarnesi. Þetta kemur fram á vef atvinnuvegaráðuneytisins. 21.5.2013 16:05 Helgi Hjörvar kjörinn formaður þingflokks Helgi Hjörvar, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis Suður, var kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar á þingflokksfundi í dag. Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að með Helga voru kosin í stjórn þingflokksins þau Oddný G Harðardóttir, 6. þingmaður Suðurkjördæmis, sem var kosin varaformaður og Kristján L. Möller, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis, sem var kosinn ritari. 21.5.2013 15:52 Ofurmenni hlaupa upp Esjuna Esja Ultra ofurhlaupið verður haldið 22. júní næstkomandi. Boðið verður upp á fjórar vegalengdir þar sem fólk getur hlaupið 1, 2, 5 eða 10 hringi upp að Steini innan tímamarka. Þá verða einnig þriggja manna sveitakeppnir í öllum veglengdum þar sem verðlaun verða veitt fyrir besta samanlagða tíma. 21.5.2013 15:31 Karl ánægður með komandi ríkisstjórn "Ég var mjög ánægður með það sem ég heyrði frá honum,“ segir Karl Garðarsson, verðandi þingmaður Framsóknarflokksins. 21.5.2013 15:01 Sjá næstu 50 fréttir
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB mun fara fram "En við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, verðandi forsætisráðherra. 22.5.2013 11:59
Formennirnir kynna stjórnarsáttmálann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins héldu stutt erindi fyrir fréttamenn á fundi í Héraðsskólanum á Laugarvatni áður en þeir undirrituðu stjórnarsáttmála ríkisstjórnar flokkanna beggja. Bjart var yfir mönnum, enda veðrið með besta móti. 22.5.2013 11:49
Krónan framtíðargjaldmiðill Íslendinga "Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð," segir í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn flokkanna, eru að kynna að Laugarvatni. Þar segir jafnframt að renna þurfi styrkari stoðum undir peningastefnuna með traustri hagstjórn sem taki mið af aðstæðum og hagsveiflum. 22.5.2013 11:17
Sauðburður stendur sem hæst Þessa dagana stendur yfir mikill annatími hjá sauðfjárbændum um land allt. Sauðburðurinn stendur sem hæst og fólk þarf að vakta kindurnar allan sólarhringinn, því ærnar þurfa í flestum tilfellum hjálp frá manninum við að bera. 22.5.2013 11:15
Ólafur Ragnar ánægður með Sigmund Davíð Ólafur Ragnar Grímsson er ánægður með að Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafi tekist að mynda ríkisstjórn á svo skömmum tíma og raun ber vitni. 22.5.2013 10:11
Blaðamannafundurinn í beinni á Vísi Blaðamannafundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 22.5.2013 10:09
Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22.5.2013 10:03
Furðar sig á gamaldags hugmyndum ungra manna Svandís Svavarsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, segir hættu á að verndarsjónarmiðin verði undir í ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar. 22.5.2013 09:49
Stjórnarsáttmálinn kynntur í skóla Jónasar frá Hriflu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er nú staddur á Bessastöðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. 22.5.2013 09:13
Sigmundur Davíð fundaði með forsetanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra, er mættur til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastöðum. Þar mun hann gera forsetanum grein fyrir niðurstöðu stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Að loknum fundi munu forsetinn og Sigmundur Davíð gera fjölmiðlum grein fyrir fundi sínum. Síðan heldur Sigmundur Davíð að Héraðsskólanum að Laugarvatni þar sem hann og Bjarni Benediktsson munu gera grein fyrir stjórnarsáttmálanum. 22.5.2013 09:13
Vélarbilun út af Skrúði Lóðsbáturinn frá Reyðarfirði er nú að draga 30 tonna línubát með nokkurra manna áhöfn til hafnar, eftir að vélin bilaði í bátnum þegar hann var út af Skrúð í nótt. 22.5.2013 07:28
Árás í Vesturbænum Tveir aðilar brutu upp hurð á íbúð í Vesturborginni á öðrum tímanum í nótt, ruddust þar inn og réðust á húsráðanda. 22.5.2013 07:01
Færri ráðherrar Framsóknar Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra og Framsóknarflokkurinn fjóra í nýrri ríkisstjórn. Ekki verður skipaður sérstakur umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. 22.5.2013 06:00
Varúðar ekki gætt á vatnsverndarsvæðinu Ekki var staðið rétt að uppsetningu olíugeymis við Þríhnúkagíga í Bláfjöllum, samkvæmt úttekt Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Umhverfisráðherra hefur, að beiðni OR, boðað hagsmunaðila á fund um málið, sem fram fer á miðvikudag í næstu viku. 22.5.2013 06:00
Geðsjúka fíkla vantar húsnæði utan Klepps Sjö af tíu sjúklingum á legudeild Klepps bíða eftir framhaldsbúsetuúrræðum utan deildarinnar. Aðstæður sjúklinga á deildinni hafa lítið sem ekkert breyst síðan Fréttablaðið fjallaði um málið fyrir meira en hálfu ári. 22.5.2013 06:00
Lífshættulegt fyrir börn að sofa uppi í Niðurstaða nýrrar breskrar rannsóknar leiðir í ljós að ungabörn sem sofa uppi í hjá foreldrum sínum eru fimm sinnum líklegri til að deyja vöggudauða en börn sem sofa ein í rúmi. 22.5.2013 06:00
Lögmaður útskrifast sem leiðsögumaður "Ég er nú ekki að skipta um starfsgrein, menn geta verið alveg rólegir,“ segir Helgi Jóhannesson, landsþekktur hæstaréttarlögmaður og nú nýútskrifaður gönguleiðsögumaður. 22.5.2013 06:00
Vegur um Gálgahraun þrátt fyrir deilur Ekki verður horfið frá áformum um lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vegagerðarinnar sem Ögmundur Jónasson kallaði eftir í mars. Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarsinni, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. 22.5.2013 06:00
Staðið verði við uppbyggingu Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir mikilvægt að standa við uppbyggingaráform um ný hjúkrunarrými við Sléttuveg í Reykjavík. 22.5.2013 06:00
Konan kærði nauðgunina í gær Lögreglumál Konan sem sakar þekktan glæpamann um að hafa nauðgað sér og varð kveikjan að líkamsárásinni í Ystaseli á föstudag hefur lagt fram kæru gegn manninum. 22.5.2013 06:00
Ekkert meirihlutasamstarf án heilinda "Það segir sig sjálft að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að starfa af heilindum í þessum meirihluta þá er náttúrlega enginn meirihluti,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi. 22.5.2013 06:00
Þrengt að hrefnuveiðimönnum Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, gaf í gær út reglugerð þess efnis að griðasvæði hvala í Faxaflóa stækkaði. 22.5.2013 06:00
Leiðin niður er ekki síður erfið Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Geir Gissurarson náði þeim merka áfanga að klífa upp á topp Everest-fjallsins í gær og er lagður af stað niður fjallið aftur. Hann staldraði stutt við á toppnum. Haraldur Örn Ólafsson Everest-fari segir leiðina niður erfiða. "Leiðin niður er ekki síður erfið. Það er gríðarlega mikilvægt að menn nái að halda einbeitingunni á leiðinni niður. Nú byrjar að reyna verulega á andlegu hliðina.“ 22.5.2013 06:00
Verðbólgan ekki verið minni í tvö ár Tólf mánaða verðbólga stendur í stað í 3,3 prósentum í maí samkvæmt nýjum spám greiningardeilda Arion banka og Íslandsbanka. 22.5.2013 06:00
Svandís og Helgi kjörin Helgi Hjörvar var í gær kjörinn nýr formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Helgi skipaði annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Oddný G. Harðardóttir var kjörin varaformaður þingflokksins og Kristján L. Möller ritari. 22.5.2013 06:00
Segist alltaf hafa trúað því að sonur sinn færi í pólitík "Ég treysti honum mjög vel að sinna þessu af alúð, festu og sanngirni,“ sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formann Framsóknarflokksins, spurður hvernig honum litist á að sonur hans væri að fara fyrir nýrri ríkisstjórn. 21.5.2013 23:38
Framsóknarflokkurinn byrjar með fjóra ráðherra Framsóknarflokkurinn mun byrja með fjóra ráðherra samkvæmt heimildum fréttastofu. 21.5.2013 23:18
Verðandi forsætisráðherra: Gengið í að leysa óleyst vandamál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gengi annarsvegar út að leysa óleyst vandamál sem hafa verið í biðstöðu árum saman, eins og Sigmundur orðar það. 21.5.2013 23:05
Hanna Birna gerir fastlega ráð fyrir ráðherraembætti Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fund flokksráðsins fyrr í kvöld hafa verið afar góðan. Spurð hvað felist í nýjum stjórnarsáttmála sem var samþykktur á fundinum, svarar Hanna Birna: "Það felst ný von í honum og breyting á íslensku samfélagi.“ 21.5.2013 22:47
Ráðherraskipan ákveðin annað kvöld - ekkert gefið í þeim efnum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ráðherraskipan innan flokksins verði ákveðin á þingflokksfundi annað kvöld. 21.5.2013 22:23
Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra Bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur fá fimm ráðuneyti. 21.5.2013 21:09
Aðgerðarhópur gegn ESB fagnar myndun „fullveldisstjórnar“ Fundir Flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í Valhöll og Miðstjórn Framsóknarflokksins í Rúgbrauðsgerðinni, eru byrjaðir, en þar verður nýr stjórnarsáttmáli kynntur fyrir félagsmönnum og atkvæði greidd um hann. Aðgerðarhópur gegn aðild að Evrópusambandinu hefur tekið sér stöðu fyrir utan báða fundarstaðina en samkvæmt einum í hópnum er verið að fagna því að verið sé að mynda "fullveldisstjórn“. 21.5.2013 20:42
Ný ríkisstjórn kynnt á Laugarvatni á morgun Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa boðið til blaðamannafundar á Laugarvatni klukkan 11:15 á morgun. Á fundinum munu formennirnir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson undirrita stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins auk þess sem efni hennar verður kynnt þá. 21.5.2013 20:07
Þarf að auka aga og skerpa á vinnubrögðum samningsaðila Breytinga er þörf á því hvernig staðið er að gerð kjarasamninga og nauðsynlegt er að auka aga og skerpa vinnubrögð samningsaðila. Þetta er niðurstaða vinnuhóps samtaka launafólks og vinnuveitenda sem rýnt hefur í kjarasamningagerð á Norðurlöndunum. 21.5.2013 19:48
Ráðherra segist fara bil beggja Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra stækkaði í dag bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa. Forkastanleg vinnubrögð, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks, enda sé verið að taka burt svæði þar sem áttatíu prósent hrefnunnar hafi veiðst. Ráðherrann segist hafa farið bil beggja. 21.5.2013 19:30
Hart deilt um vegaframkvæmdir við Gálgahraun Gagnrýnendur færslu Álftanesvegar um Gálgahraun segja að ekki hafi verið farið að tilmælum innanríkisráðherra sem vildi að forsendur framkvæmdarinnar yrðu endurskoðaðar. Bæjarstjórn Garðabæjar og Vegagerðin telja ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun um verkframkvæmdir við veginn. Að öllu óbreyttu hefjast framkvæmdir í lok mánaðarins. 21.5.2013 19:12
Ráðuneytum verður fjölgað - stjórnarsáttmáli kynntur í kvöld Bæði ráðuneytum og ráðherrum verður fjölgað með nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmáli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekur meðal annars á skuldamálum heimilanna. Hann verður kynntur flokksmönnum í kvöld og hittir formaður Framsóknarflokksins svo forsetann á morgun. 21.5.2013 18:26
Nauðgaði félaga sínum Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að nauðga vini sínum. Hinn dæmdi átti afmæli þegar brotið átti sér stað í desember árið 2012. Sama kvöld viðurkenndi hann fyrir félögum sínum í afmælinu að hann væri tvíkynhneigður og tóku þeir því vel samkvæmt dómsorði. 21.5.2013 17:46
Íslenski dansflokkurinn og sinfónían saman í fyrsta sinn í Eldborg Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands fara í eina sæng á Listahátíð í Reykjavík um helgina. Þar munu þau flytja tvö af frægustu danstónverkum tónskáldsins Igors Stravinskis á Eldborgarsviði. Þetta verður í fyrsta sinn sem dansflokkurinn og sinfónían vinna saman í Hörpu. 21.5.2013 16:36
Forsetinn boðar Sigmund Davíð á fund Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun eiga fund á morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, þar sem væntanlega verður farið yfir niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðna Sigmundar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. 21.5.2013 16:20
Griðland hvala stækkað Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra hefur ákveðið að stækka verulega griðasvæði Faxaflóa þannig að svæðið nái frá Garðskagavita og í beina línu að Skógarnesi. Þetta kemur fram á vef atvinnuvegaráðuneytisins. 21.5.2013 16:05
Helgi Hjörvar kjörinn formaður þingflokks Helgi Hjörvar, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis Suður, var kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar á þingflokksfundi í dag. Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að með Helga voru kosin í stjórn þingflokksins þau Oddný G Harðardóttir, 6. þingmaður Suðurkjördæmis, sem var kosin varaformaður og Kristján L. Möller, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis, sem var kosinn ritari. 21.5.2013 15:52
Ofurmenni hlaupa upp Esjuna Esja Ultra ofurhlaupið verður haldið 22. júní næstkomandi. Boðið verður upp á fjórar vegalengdir þar sem fólk getur hlaupið 1, 2, 5 eða 10 hringi upp að Steini innan tímamarka. Þá verða einnig þriggja manna sveitakeppnir í öllum veglengdum þar sem verðlaun verða veitt fyrir besta samanlagða tíma. 21.5.2013 15:31
Karl ánægður með komandi ríkisstjórn "Ég var mjög ánægður með það sem ég heyrði frá honum,“ segir Karl Garðarsson, verðandi þingmaður Framsóknarflokksins. 21.5.2013 15:01