Innlent

Þarf að auka aga og skerpa á vinnubrögðum samningsaðila

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Guðlaug Kristjánsdóttir.
Guðlaug Kristjánsdóttir.

Breytinga er þörf á því hvernig staðið er að gerð kjarasamninga og nauðsynlegt er að auka aga og skerpa vinnubrögð samningsaðila. Þetta er niðurstaða vinnuhóps samtaka launafólks og vinnuveitenda sem rýnt hefur í kjarasamningagerð á Norðurlöndunum.

Kjarasamningagerð hér á landi hefur gengið erfiðlega síðustu ár. Fyrirkomulag þeirra hefur sætt gagnrýni og hið sama má segja um efnahagsleg áhrif samninganna. Viðræðurnar dragast síðan iðulega á langinn - ástæðuna fyrir því má að einhverju leyti rekja til þess að sjálfur undirbúningur samningsaðila hafi ekki verið góður.

Í skýrslu vinnuhópsins er sérstaklega fjallað um hið Norræna líkan í gerð kjarasamninga, þar sem aginn er mikill og höfuðáhersla er lögð á að útflutningsgreinar leiði þróunina.

„Við erum á þeim stað sem þeir voru í óstöðugleika, búnir að búa við langvarandi  stöðuleika í marga áratugi með því að gera breytingar hjá sér og taka upp nýja hætti. Við erum  á þeim stað sem margir þeirra voru á fyrir tveimur eða þremur áratugum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðar framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.

Meðal annars fela þessar breytingar í sér aukið vægi sáttasemjara, sem hefur það hlutverk að tryggja samstöðu um launastefnuna. En það er sjálf tölfræðin sem skiptir sköpum í þessum áherslubreytingum.

„Við íslendingar megum alveg stórbæta á mörgum sviðum tölfræðina og við höfum gert það nýlega áður í aðdraganda kjarasamninga. Þetta gefur færi á því að aðilar séu sammála um tölurnar skapa grundvöll og sátt til að standa á,“ Guðlaug Kristjánsdóttir formaður Bandalags háskólamanna.

Hið norræna líkan sem slíkt á þó lítið erindi hér, þá sérstaklega með tilliti til kjarasamninga, verðbólgu og eðli vinnumarkaðar. Öllum er þó hollt að hafa góðar fyrirmyndir.

„Við erum með sérstakar aðstæður hér á landi. Núna þurfum við að vinna úr þessum gögnum  og  reyna að finna okkar eigið líkan sem hentar hér,“ segir Hannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×