Innlent

Aðgerðarhópur gegn ESB fagnar myndun „fullveldisstjórnar“

Aðgerðarhópurinn gegn ESB.
Aðgerðarhópurinn gegn ESB. Mynd / Hrund

Fundir Flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í Valhöll og Miðstjórn Framsóknarflokksins í Rúgbrauðsgerðinni, eru byrjaðir, en þar verður nýr stjórnarsáttmáli kynntur fyrir félagsmönnum og atkvæði greidd um hann. Aðgerðarhópur gegn aðild að Evrópusambandinu hefur tekið sér stöðu fyrir utan báða fundarstaðina en samkvæmt einum í hópnum er verið að fagna því að verið sé að mynda „fullveldisstjórn“.

Fagna myndun fullveldisstjórnar.

Innan við tíu einstaklingar eru á vegum hópsins fyrir utan Valhöll en þar sagði einn að tilgangurinn væri sá að minna flokkana á að standa við stefnumál sín um að hafna ESB og slíta aðildarviðræðum.

Fjölmargir eru mættir á báða fundina, en í Valhöll er meðal annars Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld þá verður stjórnarsamstarfið kynnt formlega í Héraðsskólanum á Laugarvatni í fyrramálið.

Hægt er að skoða myndir hér fyrir ofan af fundi Sjálfstæðismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×