Innlent

Árás í Vesturbænum

Ekki er vitað hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimum.
Ekki er vitað hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimum.

Tveir aðilar brutu upp hurð á íbúð í Vesturborginni á öðrum tímanum í nótt, ruddust þar inn og réðust á húsráðanda.

Kallað var á lögreglu, en árásarmennirnir voru horfnir af vettvangi þegar hún kom þangað. Þolandinn þekkir til mannanna, sem nú er leitað, en sjálfur fór hann á slysadeild til að láta gera að að sárum sínum. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort þetta tengist uppgjörum, sem talin eru vera yfirvofandi í undirheimunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×