Innlent

Hanna Birna gerir fastlega ráð fyrir ráðherraembætti

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fund flokksráðsins fyrr í kvöld hafa verið afar góðan. Spurð hvað felist í nýjum stjórnarsáttmála sem var samþykktur á fundinum, svarar Hanna Birna: „Það felst ný von í honum og breyting á íslensku samfélagi.“

Hanna Birna segist fastlega gera ráð fyrir ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Þegar er ljóst að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verði forsætisráðherra en líklegt þykir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins verði fjármálaráðherra.

Í viðtali við fréttastofu fyrr í kvöld sagði Bjarni að ráðherraskipan yrði ákveðin á fundi þingflokksins annað kvöld. Hann sagði ekkert óvænt eiga eftir að gerast á fundinum, en bætti við að ekkert væri gefið í þessum efnum.

Hægt er að horfa á viðtali við Hönnu Birnu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×