Ráðuneytum verður fjölgað - stjórnarsáttmáli kynntur í kvöld Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. maí 2013 18:26 Bæði ráðuneytum og ráðherrum verður fjölgað með nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmáli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekur meðal annars á skuldamálum heimilanna. Hann verður kynntur flokksmönnum í kvöld og hittir formaður Framsóknarflokksins svo forsetann á morgun. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hittu í dag nýja þingmenn flokka sinna til að fara með þeim yfir stöðuna. Þeir funduðu sérstaklega með hverjum og einum þingmanni. Á morgun ætla þeir svo að funda með reyndari þingmönnum og má búast við að ráðherraembættin verði þá til umræðu. Annað kvöld verða svo þingflokksfundir þar sem farið verður yfir skipan ráðherranna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður bæði ráðuneytunum fjölgað svo og ráðherrum með nýrri ríkisstjórn. Þannig verða ráðuneytin að öllum líkindum 9 en ráðherrarnir 10 og tveir ráðherrar skipta þá með sér verkum í einu stóru ráðuneytanna. Þá verða verkefni færð á milli ráðuneyta og verkefnum atvinnuvegaráðuneytisins líklega skipt upp á milli flokkanna tveggja. Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra en Bjarni fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá fellur utanríkisráðuneytið í skaut Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð kynnir stjórnarsáttmálann fyrir miðstjórn sinn í Rúgbrauðsgerðinni klukkan hálf níu í kvöld og þarf miðstjórnin að samþykkja hann. Á sama tíma fundar flokksráð Sjálfstæðisflokksins um ríkisstjórnarsamstarfið og verður það borið upp til samþykktar. Stjórnarsáttmálinn verður svo kynntur fjölmiðlum fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hann frekar almennt orðaður en á meðal þess sem kemur þar fyrir eru aðgerðir vegna skuldamála heimilanna og jafnvel breytingar á veiðileyfagjaldinu. Sigmundur Davíð hittir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan níu í fyrramáli. Þar tilkynnir hann líklega Ólafi að honum hafi tekist að mynda nýja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þremur vikum eftir að hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. Að öllum líkindum verða svo ríkisráðsfundir á fimmtudaginn þar sem ný ríkisstjórn tekur við. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Bæði ráðuneytum og ráðherrum verður fjölgað með nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmáli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekur meðal annars á skuldamálum heimilanna. Hann verður kynntur flokksmönnum í kvöld og hittir formaður Framsóknarflokksins svo forsetann á morgun. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hittu í dag nýja þingmenn flokka sinna til að fara með þeim yfir stöðuna. Þeir funduðu sérstaklega með hverjum og einum þingmanni. Á morgun ætla þeir svo að funda með reyndari þingmönnum og má búast við að ráðherraembættin verði þá til umræðu. Annað kvöld verða svo þingflokksfundir þar sem farið verður yfir skipan ráðherranna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður bæði ráðuneytunum fjölgað svo og ráðherrum með nýrri ríkisstjórn. Þannig verða ráðuneytin að öllum líkindum 9 en ráðherrarnir 10 og tveir ráðherrar skipta þá með sér verkum í einu stóru ráðuneytanna. Þá verða verkefni færð á milli ráðuneyta og verkefnum atvinnuvegaráðuneytisins líklega skipt upp á milli flokkanna tveggja. Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra en Bjarni fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá fellur utanríkisráðuneytið í skaut Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð kynnir stjórnarsáttmálann fyrir miðstjórn sinn í Rúgbrauðsgerðinni klukkan hálf níu í kvöld og þarf miðstjórnin að samþykkja hann. Á sama tíma fundar flokksráð Sjálfstæðisflokksins um ríkisstjórnarsamstarfið og verður það borið upp til samþykktar. Stjórnarsáttmálinn verður svo kynntur fjölmiðlum fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hann frekar almennt orðaður en á meðal þess sem kemur þar fyrir eru aðgerðir vegna skuldamála heimilanna og jafnvel breytingar á veiðileyfagjaldinu. Sigmundur Davíð hittir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan níu í fyrramáli. Þar tilkynnir hann líklega Ólafi að honum hafi tekist að mynda nýja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þremur vikum eftir að hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. Að öllum líkindum verða svo ríkisráðsfundir á fimmtudaginn þar sem ný ríkisstjórn tekur við.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent