Innlent

Forsetinn boðar Sigmund Davíð á fund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ólafur Ragnar Grímsson funduðu á Bessastöðum þann 30. apríl síðastliðinn.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ólafur Ragnar Grímsson funduðu á Bessastöðum þann 30. apríl síðastliðinn. Mynd/ Valli.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun eiga fund á morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, þar sem væntanlega verður farið yfir niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðna Sigmundar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.

Sigmundur Davíð fékk umboð til stjórnarmyndunar þann 30. apríl síðastliðinn. Forsetinn mun funda með Sigmundi Davíð á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið.

Stjórnarsáttmálin verður borinn undir miðstjórn Framsóknarflokksins og flokksráð Sjálfstæðisflokksins í kvöld, en það eru æðstu valdastofnanir flokkanna sem starfa á milli landsfunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×