Innlent

Stjórnarsáttmálinn kynntur í skóla Jónasar frá Hriflu

Undirskrift Sigmundar Davíðs í gestabók Bessastaða. Blekpenninn brást í byrjun þannig að blekklessa fylgir í upphafi.
Undirskrift Sigmundar Davíðs í gestabók Bessastaða. Blekpenninn brást í byrjun þannig að blekklessa fylgir í upphafi. Mynd: Karen Kjartansdóttir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er nú staddur á Bessastöðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Hann gaf sér ekki tíma til að ræða við fjölmarga fréttamenn sem þar eru staddir til að fylgjast með atburðarrásinni.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir í erlendum fjölmiðlum, trausti og ánægju með Sigmund Davíð sem verðandi forsætisráðherra, þannig að ólíklegt er að snurða hlaupi á þráðinn á fundi þeirra.

Að fundinum loknum heldur Sigmundur Davíð til Laugarvatns þar sem stefnt er að því að hann og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, undirriti nýjan stjórnarsáttmála í húsakynnum gamla Héraðsskólans, sem sumir kalla einskonar mekka framsóknarmanna eftir að Jónas heitinn frá Hriflu kom honum á fót eftir eigin hugmyndum um uppfræðslu barna til sveita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×