Innlent

Konan kærði nauðgunina í gær

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Aðdragandi árásarinnar í Ystaseli á föstudag var meint nauðgun vinar fórnarlambsins. Konan hefur nú kært nauðgunina til lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Aðdragandi árásarinnar í Ystaseli á föstudag var meint nauðgun vinar fórnarlambsins. Konan hefur nú kært nauðgunina til lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Konan sem sakar þekktan glæpamann um að hafa nauðgað sér og varð kveikjan að líkamsárásinni í Ystaseli á föstudag hefur lagt fram kæru gegn manninum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kærði konan nauðgunina hjá lögreglunni í gær, en aðilar sem tengjast konunni óttuðust að reynt yrði að hindra að konan gæti lagt fram kæruna.

Konan heldur því fram að sér hafi verið byrluð ólyfjan en nauðgunin mun hafa átt sér stað í heimahúsi hjá öðrum dæmdum sakamanni þar sem gestir munu hafa verið undir áhrifum eiturlyfja. Einstaklingurinn sem ráðist var á er ekki sá sem sakaður er um nauðgunina heldur vinur hans.

Báðir mennirnir eiga að baki langan sakaferil. Heimildir blaðsins herma að maðurinn sem sakaður er um nauðgunina hafi reynt að komast að heimili eins árásarmannsins síðastliðinn laugardag en verið stöðvaður af lögreglu sem vaktar heimilið. Mikil ólga er í undirheimum eftir líkamsárásina í Ystaseli.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einstaklingar sem tengjast fórnarlambi árásarinnar í hefndarhug gagnvart árásaraðilum og hafa komið sér upp skotvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×