Ráðherra segist fara bil beggja 21. maí 2013 19:30 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra stækkaði í dag bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa. Forkastanleg vinnubrögð, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks, enda sé verið að taka burt svæði þar sem áttatíu prósent hrefnunnar hafi veiðst. Ráðherrann segist hafa farið bil beggja. Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa lengi þrýst á að griðasvæði hvala yrði stækkað en þar til í kvöld nær það frá Garðskaga og norður fyrir Akranes. Frá miðnætti verður hins vegar bannað að veiða hvali innan línu sem nær frá Garðskaga til Skógarness á Snæfellsnesi. Meirihluti nefndar sem ráðherrann skipaði vildi ganga lengra og girða fyrir hvalveiðar á öllum Faxaflóa. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segist Steingrímur fara bil beggja sjónarmiða, svæðið sé stækkað nokkuð en þó ekki eins mikið og hvalaskoðunarfyrirtæki óskuðu og minna en meirirhluti nefndarinnar hafi lagt til. „Þannig að það er hér reynt að fara bil beggja og finna nýtt jafnvægi milli þessara tveggja nýtingarforma á hvalnum," segir Steingrímur. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir mjög alvarlegt að ráðherra skuli grípa inn í með þessum hætti þegar hrefnuveiðar eru hafnar og hvalveiðimenn búnir að gera sínar áætlanir. „Að hann skuli hér á síðustu metrunum í ráðuneytinu þjóna hagsmunum mjög þröngs hóps innan eigin flokks og grípa til þessara aðgerða, það finnst mér vera forkastanleg vinnubrögð," segir Jón. Hann segir að verið sé að taka burt svæði þar sem um 80% af hrefnu hafi verið veidd frá því atvinnuveiðar hófust á ný. Ráðherrann hafnar því að óeðlilegt sé að hann taki slíka ákvörðun nánast daginn fyrir brottför úr ráðuneytinu. Stjórnsýslan hafi sinn vanagang. „Það er ekki þannig að allt stöðvist, enda væri það nú ekki gæfulegt, sérstaklega ekki ef menn dunda sér mikið við stjórnarmyndunarviðræður, þá verður að vera hægt að láta stjórnsýsluna ganga á meðan," segir Steingrímur. En telur þingmaðurinn ekki rétt að taka tillit til sjónarmiða hvalaskoðunarfyrirtækja í ljósi vaxandi umfangs þeirra og þjóðhagslegs mikilvægis? Jón Gunnarsson bendir á að hvalaskoðun hafi verið að dafna mjög frá Reykjavík og veiðarnar hafi gengið vel. „Svo ég spyr bara: Hvað er vandamálið?" Jón kveðst ætla að hvetja þann ráðherra sem tekur við á næstu dögum að breyta reglunum aftur. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra stækkaði í dag bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa. Forkastanleg vinnubrögð, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks, enda sé verið að taka burt svæði þar sem áttatíu prósent hrefnunnar hafi veiðst. Ráðherrann segist hafa farið bil beggja. Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa lengi þrýst á að griðasvæði hvala yrði stækkað en þar til í kvöld nær það frá Garðskaga og norður fyrir Akranes. Frá miðnætti verður hins vegar bannað að veiða hvali innan línu sem nær frá Garðskaga til Skógarness á Snæfellsnesi. Meirihluti nefndar sem ráðherrann skipaði vildi ganga lengra og girða fyrir hvalveiðar á öllum Faxaflóa. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segist Steingrímur fara bil beggja sjónarmiða, svæðið sé stækkað nokkuð en þó ekki eins mikið og hvalaskoðunarfyrirtæki óskuðu og minna en meirirhluti nefndarinnar hafi lagt til. „Þannig að það er hér reynt að fara bil beggja og finna nýtt jafnvægi milli þessara tveggja nýtingarforma á hvalnum," segir Steingrímur. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir mjög alvarlegt að ráðherra skuli grípa inn í með þessum hætti þegar hrefnuveiðar eru hafnar og hvalveiðimenn búnir að gera sínar áætlanir. „Að hann skuli hér á síðustu metrunum í ráðuneytinu þjóna hagsmunum mjög þröngs hóps innan eigin flokks og grípa til þessara aðgerða, það finnst mér vera forkastanleg vinnubrögð," segir Jón. Hann segir að verið sé að taka burt svæði þar sem um 80% af hrefnu hafi verið veidd frá því atvinnuveiðar hófust á ný. Ráðherrann hafnar því að óeðlilegt sé að hann taki slíka ákvörðun nánast daginn fyrir brottför úr ráðuneytinu. Stjórnsýslan hafi sinn vanagang. „Það er ekki þannig að allt stöðvist, enda væri það nú ekki gæfulegt, sérstaklega ekki ef menn dunda sér mikið við stjórnarmyndunarviðræður, þá verður að vera hægt að láta stjórnsýsluna ganga á meðan," segir Steingrímur. En telur þingmaðurinn ekki rétt að taka tillit til sjónarmiða hvalaskoðunarfyrirtækja í ljósi vaxandi umfangs þeirra og þjóðhagslegs mikilvægis? Jón Gunnarsson bendir á að hvalaskoðun hafi verið að dafna mjög frá Reykjavík og veiðarnar hafi gengið vel. „Svo ég spyr bara: Hvað er vandamálið?" Jón kveðst ætla að hvetja þann ráðherra sem tekur við á næstu dögum að breyta reglunum aftur.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira