Innlent

Karl ánægður með komandi ríkisstjórn

Boði Logason skrifar
Karl Garðarsson, verðandi þingmaður Framsóknarflokksins, bíður hér fyrir utan fundarstað þeirra Sigmundar Davíð. Ekki er ljóst hvað hann er að gera í símanum.
Karl Garðarsson, verðandi þingmaður Framsóknarflokksins, bíður hér fyrir utan fundarstað þeirra Sigmundar Davíð. Ekki er ljóst hvað hann er að gera í símanum. Mynd/GVA

„Ég var mjög ánægður með það sem ég heyrði frá honum,“ segir Karl Garðarsson, verðandi þingmaður Framsóknarflokksins.

Karl fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, í dag en formaðurinn ætlar að funda með öllum þingmönnum flokksins í dag. Í kvöld mun svo miðstjórn flokksins koma saman.

„Þetta gekk mjög vel og það var farið yfir stöðu þessara viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Hann segir að þeir hafi rætt um skiptingu ráðuneyta og annað slíkt. „Þetta var bara á almennum nótum.“ Aðspurður hvort að hann verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir hann það alveg á hreinu að ekkert slíkt sé að fara gerast.

Hann á von á því að ný ríkisstjórn verði kynnt á næstu dögum. „Þetta mun væntanlega skýrast á þessum fundum í kvöld og svo kemur það í ljós stuttu síðar eftir að stofnanir flokkanna eru búnar að ganga frá sínum málum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×