Innlent

Ólafur Ragnar ánægður með Sigmund Davíð

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gáfu sér tíma til að ávarpa blaðamenn á Bessastöðum nú rétt í þessu, eftir fund þeirra nú í morgun. Ólafur Ragnar sagðist glaður og ánægður með að Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki tækist á mynda ríkisstjórn á þetta þó skömmum tíma. Oft hafi þetta tekið lengri tíma.

Hlustar ekki á bloggara

Þá sagðist forsetinn alltaf hafa verið bjartsýnn og lýsti yfir ánægju sinni með forsætisráðherraefnið. Á morgun klukkan 11:00 verður ríkisráðsfundur fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum.

Ólafur Ragnar var spurður út í ummæli sín í þætti hjá Richard Quest á CNN, þar sem hann sagðist hafa valið Sigumund Davíð til að fara með stjórnarmyndunarumboðið vegna þess að honum þætti mikið til stefnumála flokks hans koma; hvort það væri ekki út fyrir ramma verksviðs forseta eins og menn hafa velt fyrir sér á netinu? Ólafur Ragnar sagðist ekki vanur að velta því fyrir sér hvað menn segðu á bloggsíðum og öðrum slíkum vettvangi um hefðir forsetaembættisins.

Sigmundur mætti á pallbíl

Að endingu sagði Ólafur Ragnar að löng leið væri á Laugarvatn og viðstaddir yrðu að leyfa formanni Framsóknarflokksins að leggja í hann svo hann yrði ekki seinn til fundar við Bjarna Benediktsson, en þar, í Héraðsskólanum, ætla þeir undirrita stjórnarsáttmála.

Það vakti athygli viðstaddra að Sigmundur Davíð mætti til Bessastaða á bíl aðstoðarmanns síns, Jóhannesar Þórs Skúlasonar, sem er svartur upphækkaður pallbíll.

Horfa má á blaðamannafund Ólafs Ragnars og Sigmundar Davíðs hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×